Bæjarráð

4783. fundur 11. mars 2004
2961. fundur
11.03.2004 kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Karl Guðmundsson
Ármann Jóhannesson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2003
2004020109
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2003 lagður fram.
Endurskoðendurnir Arnar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir og skýrðu ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum.
Einnig sat bæjarfulltrúi Gerður Jónsdóttir fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


2 Launaendurskoðun vegna áranna 2001-2002
2003070031
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarstjóri og starfsmannastjóri lögðu fram tillögur um breytingar.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar og felur bæjarstjóra að vinna að framgangi þeirra.


3 Fundaáætlun bæjarráðs - 2004
2004030075
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram drög að fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2004.


Þegar hér var komið véku sviðsstjórarnir Ármann Jóhannesson og Karl Guðmundson af fundi.

4 Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 576. mál
2004030014
Erindi dags. 1. mars 2004 frá félagsmálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 576. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: www.althingi.is/altext/130/s/0876.html
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að koma athugasemdum Akureyrarbæjar á framfæri við nefndina.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.5 Önnur mál
Oktavía Jóhannesdóttir óskaði bókað að hún spurðist fyrir um bréf frá starfsmönnum á Leikskólanum Klöppum.

Fundi slitið.