Bæjarráð

4753. fundur 04. mars 2004

2960. fundur
04.03.2004 kl. 09:00 - 10:34
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð hafnar umsókn nr. 04-034.


2 Kjarasamningsumboð Akureyrarbæjar til Launanefndar sveitarfélaga
2004030007
Lagt fram samkomulag um kjarasamningsumboð Akureyrarbæjar til Launanefndar sveitarfélaga við Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra fræða, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa, Tónlistarkennara FT og FÍH og Vélstjórafélag Íslands.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.


3 Landsvirkjun - ársfundur 2004
2004030009
Erindi dags. 27. febrúar 2004 frá forstjóra Landsvirkjunar þar sem boðað er til ársfundar Landsvirkjunar árið 2004 sem haldinn verður 2. apríl nk. að Háaleitisbraut 68, Reykjavík og hefst hann kl. 12:30. Þess er óskað að Akureyrarbær tilnefni einn fulltrúa á ársfundinn.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sinn á ársfundinn.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson verði aðalmaður í stjórn Landsvirkjunar f.h. Akureyrarbæjar til eins árs og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs verði varamaður.4 Landsvirkjun - samráðsfundur fyrirtækisins
2004030008
Erindi dags. 27. febrúar 2004 frá forstjóra Landsvirkjunar þar sem boðað er til áttunda samráðsfundar fyrirtækisins föstudaginn 2. apríl nk. á Hótel Nordica í ráðstefnusal A, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst hann kl. 13:30.
Bæjarráð tilnefnir eftirtalda sem fulltrúa Akureyrarbæjar á fundinum: Jakob Björnsson, Odd Helga Halldórsson, Valgerði H. Bjarnadóttur og Oktavíu Jóhannesdóttur og til vara: Gerði Jónsdóttur, Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur, Þóru Ákadóttur og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur.


5 Kjarasamningagerð Launanefndar sveitarfélaga
2004030011
Jakob Björnsson kynnti stöðu mála.
Karl Guðmundsson sviðsstjóri félagssviðs, Gunnar Gíslason deildarstjóri skóladeildar og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mættu á fundinn undir þessum lið.


6 Önnur mál
Þórarinn B. Jónsson vakti máls á möguleikum á uppsetningu aðgangsstýrikerfa að þjónustustofnunum Akureyrarbæjar.

Fundi slitið.