Bæjarráð

4731. fundur 26. febrúar 2004

2959. fundur
26.02.2004 kl. 09:00 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Ferliþjónusta á Akureyri
2004010110
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 9. febrúar 2004 varðandi breytingar á reglum um ferliþjónustu fatlaðra sem bæjarstjórn 17. febrúar sl. vísaði til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Ný gögn voru lögð fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.


2 Vistvernd í verki 2004-2005
2004010147
2. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 19. febrúar 2004.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun nefndarinnar um framlengingu samstarfssamnings Akureyrarbæjar og Landverndar um "Vistvernd í verki" um eitt ár eða til 20. apríl 2005.


3 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 5. febrúar 2004
2004020102
Fundargerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.


4 Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2004
2003110003
Erindi dags. 31. október 2003 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins árið 2004 þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að styðja verkefnið á sömu nótum og árið 2003 og felur Sigríði Stefánsdóttur deildarstjóra að svara bréfritara.


5 Nýsköpunarsjóður námsmanna 2003-2004
2003100062
Erindi dags. 15. október 2003 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna varðandi starfsemi sjóðsins sumarið 2003 og umsókn um áframhaldandi styrk.
Ársreikningur Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2002-2003 lagður fram.
Bæjarráð samþykkir að styrkja sjóðinn með kr. 500.000 á árinu 2004. Færist af styrkveitingum bæjarráðs.


6 Melateigur 1-41
2001050145
Bréf dags. 20. febrúar 2004 frá stjórn Hagsmunafélags húseigenda og íbúa Melateigs 1-41.
Lagt fram til kynningar.


7 Ársreikningur - 2003
2004020109
Rætt um ársreikning 2003. Upplýst var á fundinum að menningarmálanefnd hefði á síðasta fundi sínum rætt um breytingar á uppgjöri fyrir Menningarsjóð og Húsverndarsjóð.
Í framhaldi af umræðum í menningarmálanefnd samþykkir bæjarráð að við gerð ársreikninga Akureyrarbæjar verði framvegis ekki gerðir sérstakir ársreikningar fyrir Menningarsjóð og Húsverndarsjóð, heldur verði sjóðir þessir gerðir upp innan Aðalsjóðs.


8 Gatnagerðargjöld - Holtateigur
2003050056
Lögð fram stefna Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars ehf. á hendur Akureyrarbæ vegna gatnagerðargjalda í Holtateigi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.