Bæjarráð

4686. fundur 19. febrúar 2004

2958. fundur
19.02.2004 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Flóttamenn - móttaka
2002120001
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 9. febrúar sl. þar sem félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að framlengdur verði í allt að 6 mánuði frá verkefnislokum sá tími sem skila þarf húsnæði því sem flóttamennirnir hafa til umráða.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs. Íbúunum, sem þess óska, gefst kostur á að leigja þær íbúðir sem þeir nú hafa til umráða frá verkefnislokum til 30. september 2004.


2 Eyþing - fundargerð dags. 5. febrúar 2004
2004010012
Fundargerðin er í 3 liðum. Einnig lögð fram fundargerð frá fundi með þingmönnum Norðausturkjördæmis 26. janúar 2004.
Lagðar fram til kynningar.


3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 9. febrúar 2004
2004010013
Fundargerðin er í 11 liðum.
Lögð fram til kynningar.


4 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið.
Bæjarráð hafnar umsókn nr. 04-026.


5 Lífeyrissjóður Norðurlands - ársfundur 2004
2004020065
Erindi dags. 12. febrúar 2004 frá Lífeyrissjóði Norðurlands þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins föstudaginn 19. mars nk. í Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 16:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


6 Kjarasamningur LN við Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
2004020072
Fram var lagt samkomulag um kjarasamningsumboð Akureyrarbæjar til Launanefndar sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.


7 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - ferðamál
2004020057
Bréf dags. 9. febrúar 2004 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar varðandi Upplýsingamiðstöð ferðamála.
Lagt fram til kynningar. Gert er ráð fyrir framlagi Akureyrarbæjar í fjárhagsáætlun ársins (13).


8 HP veitingar 2000 ehf. - veitingaleyfi
2004020064
Erindi dags. 11. febrúar 2004 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Helga Sigurðssonar, kt. 070561-3609, f.h. HP veitinga 2000 ehf., kt. 620900-2570, um rekstur veitingahúss að Viðjulundi 2, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Efling sveitarstjórnarstigsins
2004020066
Erindi dags. 11. febrúar 2004 frá Eyþingi varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins og sameiningu sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum Akureyrarbæjar á framfæri við stjórn Eyþings.


10 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2004
2004020056
Lagðar fram endurskoðaðar reglur um sumarstörf. Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.


11 Launaendurskoðun vegna áranna 2001-2002
2003070031
Fjallað var um launagreiðslur Akureyrarbæjar í kjölfar launaupplýsinga vegna áranna 2002 og 2003. Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og starfsmannastjóra að leggja fram tillögur um hvernig unnið skuli að breytingum á því sem betur má fara.

Fundi slitið.