Bæjarráð

4654. fundur 05. febrúar 2004

2956.fundur
05.02.2004 kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Héraðsráð Eyjafjarðar - fundargerð dags. 21. janúar 2004
2004010167
Fundargerðin er í 6 liðum.
Lögð fram til kynningar.


2 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð dags. 26. nóvember 2003
2004010165
Fundargerðin er í 13 liðum.
Lögð fram til kynningar.


3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 20. janúar 2004
2004010013
Fundargerðin er í 11 liðum.
Lögð fram til kynningar.


4 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 04-012 og 04-017.


5 Afskriftir krafna
2001050150
Lagður fram listi yfir afskrifaðar kröfur.
Bæjarráð samþykkir afskrift krafna samkvæmt framlögðum lista samtals að upphæð kr. 1.602.011.


6 Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri - skýrsla
2002110099
Lögð fram skýrsla dags. 26. janúar 2004 frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri um úthlutanir styrkja úr Akureyrarsjóði árið 2003.
Lagt fram til kynningar.


7 Café Amour - áfengisveitingaleyfi
2004010137
Með bréfi dags. 10. janúar 2004 (móttekið 22. janúar sl.) sækir Guðbjartur Kristjánssonar,
kt. 030466-3739, f.h. Hnjúkaþeys ehf., kt. 501203-3510, um áfengisveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Café Amour, Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


8 Hnjúkaþeyr ehf. - veitingaleyfi
2004020002
Erindi dags. 22. janúar 2004 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Guðbjarts Kristjánssonar, kt. 030466-3739, fyrir hönd Hnjúkaþeys ehf., kt. 501203-3510, um rekstur kaffihúss/kráar að Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Fjölskyldukort ehf. - gistileyfi
2004020001
Erindi dags. 22. janúar 2004 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Karls Eggertssonar, kt. 120660-4039, f.h. Fjölskyldukorts ehf., kt. 580392-2969, um rekstur gistingar á einkaheimili auk veitingastofu að Brekkugötu 27a, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 Glerá - námuréttindi
2004010036
Erindi dags. 2. febrúar 2004 frá G.V. Gröfum ehf. þar sem farið er fram á að gerður verði sambærilegur samningur við G.V. Gröfur ehf. og gerður hefur verið við G. Hjálmarsson hf.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.11 Fjárhagsupplýsingakerfi
2003020033
Tillaga um útboð á fjárhagsupplýsingakerfum.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Ríkiskaup um umsjón með útboði á nýju fjárhags- og launakerfi ásamt tengdum hugbúnaðarkerfum fyrir Akureyrarbæ á grundvelli þarfagreiningarskýrslu fyrirtækisins KPMG.


12 Menningarhús á Akureyri - skipun dómnefndar
1999110102
Skipun dómnefndar sbr. tillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. desember sl. við 1. lið í fundargerð menningarmálanefndar 20. nóvember sl.
Bæjarráð skipar bæjarfulltrúana Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og Odd Helga Halldórsson sem fulltrúa sína í dómnefndina.


13 Melateigur 1-41
2001050145
Erindi dags. 15. janúar 2004 frá Lögmannshlíð lögfræðiþjónustu f.h. Hagsmunafélags húseigenda og íbúa Melateigs 1-41 varðandi lóðarréttindi.
Bæjarráð getur ekki fallist á tillögu Lögmannshlíðar lögfræðiþjónustu f.h. Hagsmunafélags húseigenda við Melateig 1-41 til lausnar málsins og felur bæjarlögmanni að ganga frá svari við erindinu á grundvelli umræðna á fundinum og fyrri samþykkta bæjarstjórnar um málið.

Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún er ósammála niðurstöðu bæjarráðs og bendir á þá hugmynd Hagsmunafélags íbúa við Melateig að fá dómkvadda matsmenn til að meta umrædd lóðaréttindi til fjár.


Fundi slitið.