Bæjarráð

4630. fundur 29. janúar 2004

2955. fundur
29.01.2004 kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Kristján Þór Júlíusson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Viðbótarlán - yfirlit 2003
2003010046
Yfirlit yfir viðbótarlán árið 2003.
Lagt fram til kynningar.


2 Glerá - námuréttindi
2004010036
Tekinn fyrir að nýju 5. liður í fundargerð bæjarráðs 8. janúar sl. sem bæjarstjórn 20. janúar sl. vísaði aftur til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu. Minnisblað bæjarlögmanns dags.
23. janúar 2004 lagt fram.
Einnig lagt fram erindi dags. 25. janúar 2004 frá G.V.Gröfum ehf. varðandi sama mál.
Bæjarráð staðfestir fyrri samþykkt sína um afgreiðslu samningsins með 3 atkvæðum gegn 1.
Jón Erlendsson óskar bókað: Ég tel ekki rétt að ganga til samninga um leigu á þessum námuréttindum án undangengins útboðs.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.3 Sóknarnefndir Lögmannshlíðarsóknar og Akureyrarkirkju - styrkbeiðni
2004010140
Erindi dags. 21. janúar 2004 frá sóknarnefndum Lögmannshlíðarsóknar og Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk til bæjarráðs.
Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir sambærilegum rekstrarstyrkjum til sóknanna og undanfarin ár. Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um hækkaða rekstrarstyrki.


4 Sameining sveitarfélaga
2003110005
Erindi dags. 22. janúar 2004 frá félagsmálaráðuneytinu - nefnd um sameiningu sveitarfélaga, þar sem óskað er eftir samstarfi um vinnslu tillagna um sameiningarkosti sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vill þó árétta að Akureyrarbær mun taka fullan þátt í mótun tillagnanna á vettvangi Eyþings og eftir atvikum einnig með beinum hætti.


5 Norðlenska matborðið ehf. - hlutafjárkaup
2004010152
Oktavía Jóhannesdóttir vék af fundi og tók ekki þátt í umfjöllun þessa liðar.
Lögð fram drög að samningi um hlutafjárkaup að upphæð 30 milljónir króna í Norðlenska matborðinu ehf.
Bæjarráð (sem stjórn Framkvæmdasjóðs Akureyrar) felur bæjarstjóra frágang samningsins við Norðlenska matborðið ehf. á grundvelli draganna og undirritun hans.

Fundi slitið.