Bæjarráð

4613. fundur 22. janúar 2004

2954. fundur
22.01.2004 kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir

Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

Í upphafi fundar var nýráðinn sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Dan Jens Brynjarsson boðinn velkominn til starfa.
1 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Umsókn nr. 04-002 - endurupptaka.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 04-002.


2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir nr. 04-003 og 04-004 verði seldar á almennum markaði.


3 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lögð fram kauptilboð í Lindasíðu 4-403 og Vestursíðu 20-301.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


4 Brautargengi 2004
2004010095
Erindi dags. 12. janúar 2004 frá Impru nýsköpunarmiðstöð þar sem óskað er fjárstuðnings Akureyrarbæjar vegna námskeiðsins Brautargengi 2004.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður Akureyrar styrki þátttöku allt að 15 kvenna frá Akureyri í þessu námskeiði á árinu 2004 með kr. 50.000 fyrir hvern einstakling.


5 Leikfélag Akureyrar - samningaviðræður
2004010103
Erindi dags. 14. janúar 2004 frá stjórn Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fundi vegna samninga við Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra vinnslu málsins af hálfu Akureyrarbæjar.


6 Þriggja ára áætlun 2005-2007
2003110070
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2005-2007 sem bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 16. desember sl. til bæjarráðs og síðari umræðu.
Fram var lagt yfirlit yfir forsendur áætlunarinnar, áætlaðar heildarfjárfestingar fyrir A og B hluta ásamt fjárhagsrömmum fyrir málaflokka Aðalsjóðs. Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Bæjarráð samþykkir að senda áætlunina til umfjöllunar í viðkomandi nefndum og skulu þær hafa skilað niðurstöðu umfjöllunar sinnar fyrir föstudaginn 6. febrúar nk.


7 Önnur mál
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann ræddi málefni Norðurorku.

Fundi slitið.