Bæjarráð

4595. fundur 15. janúar 2004

2953. fundur
15.01.2004 kl. 09:00 - 11:44
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Hjúkrunarrými
2003120069
10. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar sl. þar sem óskað er eftir því við bæjarráð
að veitt verði nauðsynlegu fjármagni til breytinga í Skjaldarvík. Bréf heilbrigðisráðherra dags.
12. desember 2003.
Bæjarráð samþykkir að þegar verði ráðist í breytingar á hluta húsnæðis fyrrum dvalarheimilis í Skjaldarvík svo þar megi taka í notkun 15 hjúkrunarrými fyrir aldraða þann 1. apríl nk. og felur stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar umsjón verksins. Þá heimilar bæjarráð að nauðsynlegu fjármagni til breytinganna verði ráðstafað af framkvæmdaliðnum 02 - öldrunarmál. Bæjarráð áskilur sér þó rétt til að sækja í Framkvæmdasjóð aldraðra um endurgreiðslu samkvæmt reglum sjóðsins. Þá samþykkir bæjarráð að fjármagna af veltufé rekstur 8 hinna 15 hjúkrunarrýma á árinu 2004 gegn endurgreiðslu á árinu 2005 eins og fram kemur í bréfi heilbrigðisráðherra frá 12. desember sl.


2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-002 verði breytt í leiguíbúð.


3 Viðbótarlán - 2004
2004010014
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Tekin fyrir að nýju umsókn nr. 03-220 sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 18. desember sl. Bæjarráð synjar umsókninni.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum gegn 2 að synja umsókn nr. 04-002.4 Eyþing - fundargerð dags. 19. desember 2003
2004010012
Fundargerðin er í 5 liðum.
Lögð fram til kynningar.


5 Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir 2004
2004010051
Erindi dags. 5. janúar 2004 frá forstjóra Landsvirkjunar varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í erindi Landsvirkjunar.


6 Gistiheimili Akureyrar ehf. - gistileyfi
2004010053
Erindi dags. 5. janúar 2004 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Birgis Ingvarssonar, kt. 310161-5869, fyrir hönd Gistiheimilis Akureyrar ehf.,
kt. 650601-2110, um rekstur gistiheimilis að Hafnarstræti 104, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Kaffi Akureyri ehf. - veitingaleyfi
2004010054
Erindi dags. 5. janúar 2004 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristínar Hildar Ólafsdóttur, kt. 110962-4019, fyrir hönd Kaffi Akureyrar ehf., kt. 550699-2149, um rekstur veitingastaðar/skemmtistaðar að Strandgötu 7, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


8 Lækkun fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega - 2004
2004010032
Tekin fyrir að nýju drög að reglum um afslátt af fasteignagjöldum hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum sem bæjarráð frestaði á fundi sínum þann 8. janúar sl.
Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar:

Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá Akureyrarbæ

1. gr.
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili á Akureyri er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

2. gr.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur á Akureyri sem búa í eigin íbúð og:
a) eru 67 ára á árinu eða eldri
eða
b) hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar.

3. gr.
Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði 2. gr.
Ef um fleiri en einn íbúðareiganda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.

4. gr.
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 25.000. Afsláttur er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna síðastliðins árs, samkvæmt skattframtali. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5. gr.
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga
a) með tekjur allt að kr. 1.250.000 fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 1.600.000 enginn afsláttur.

Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk
a) með tekjur allt að kr. 1.750.000 fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 2.100.000 enginn afsláttur.

Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

6. gr.
Sækja skal um afslátt af fasteignaskatti á eyðublöðum sem liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð. Eyðublöðin má einnig nálgast á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is. Með umsókn skal skila afriti af skattframtali síðastliðins árs, staðfestu af skattstjóra ásamt örorkuskírteini þegar það á við.

7. gr.
Bæjarstjórn Akureyrar endurskoðar tekjumörk í desember ár hvert.9 Sammorrænt verkefni - styrkur
2003020142
Með bréfi dags. 8. janúar 2004 frá Byggðastofnun er tilkynnt um styrk að upphæð kr. 2.700.000 vegna verkefnis um styrkingu á ímynd sveitarfélaga.
Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri KOMA mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


10 Samband íslenskra sparisjóða - ósk um stuðning
2004010060
Erindi dags. 8. janúar 2004 frá formanni stjórnar Sambands íslenskra sparisjóða þar sem farið er fram á stuðning bæjarstjórnar Akureyrar í baráttu sparisjóðanna í bankakerfinu.
Jón Kr. Sólnes formaður stjórnar Sambands íslenskra sparisjóða og Jón Björnsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga mættu á fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið.