Bæjarráð

4568. fundur 08. janúar 2004

2952. fundur
08.01.2004 kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.
1 Innleystar félagslegar íbúðir - 2004
2004010033
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 04-001 verði seld á almennum markaði.


2 Sala félagslegra íbúða - 2004
2004010015
Lagt fram kauptilboð í Lindasíðu 2-705
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


3 Myndlistaskólinn á Akureyri - framlenging samnings
2003090058
Lagður fram samningur dags. 30. desember 2003 um framlög til reksturs Myndlistaskólans á Akureyri skólaárið 2003-2004.
Bæjarráð staðfestir samninginn.


4 Glerá - kaupsamningur
2002110095
Lagður fram kaupsamningur dags. 23. desember 2003 milli Akureyrarbæjar og eigenda um land við Glerá, Akureyri.
Bæjarráð staðfestir samninginn.


5 Glerá - námuréttindi
2004010036
Lagður fram samningur dags. 23. desember 2003 milli Akureyrarbæjar og G. Hjálmarssonar hf. um námuréttindi í landi Glerár.
Bæjarráð staðfestir samninginn.


6 Gróðrarstöðin í Kjarna ehf. - ósk um viðræður
2003120076
Erindi dags. 22. desember 2003 frá Ásgeiri Magnússyni stjórnarformanni Gróðrarstöðvarinnar í Kjarna ehf., þar sem farið er fram á viðræður við Akureyrarbæ um stofnun fyrirtækis um ræktun tjáplantna og sumarblóma.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að eiga viðræður við bréfritara.


7 Lækkun fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega - 2004
2004010032
Lögð fram drög að reglum um afslátt af fasteignagjöldum hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


8 Átaksverkefni sumarið 2003
2003050045
Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri KOMA mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram og skýrði minnisblað dags. 5. janúar 2004 varðandi málið.
Lagt fram til kynningar.


9 Impra - Brautargengi 2003
2003060007
Lögð fram greinargerð dags. 18. desember 2003 frá Impru nýsköpunarmiðstöð um framkvæmd námskeiðsins Brautargengis sem haldið var í september-desember sl.
Lagt fram til kynningar.


10 Norðurorka hf. - hlutafjáraukning
2003060035
Erindi dags. 5. janúar 2004 frá Franz Árnasyni fh. Norðurorku hf. þar sem farið er fram á að Akureyrarbær falli frá forkaupsrétti sínum á nýju hlutafé í Norðurorku hf.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti nýs hlutafjár í Norðurorku hf. að upphæð að nafnverði kr. 10.585.571. Sala hins nýja hlutafjár er í samræmi við samþykkt hluthafafundar í fyrirtækinu frá 16. júní 2003.


11 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur janúar-nóvember 2003
2003050046
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar-nóvember 2003.
Lagt fram til kynningar.


12 Önnur mál
Oktavía Jóhannesdóttir vakti máls á verði veitinga í þjónustumiðstöðinni í Víðilundi.

Fundi slitið.