Bæjarráð

4837. fundur 23. júlí 2003


Bæjarráð - Fundargerð
2932. fundur
23/07/2003 kl. 15:00 - 17:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari


1 Stjórn fasteigna Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 11. júlí 2003
Fundargerðin er í 5 liðum
og gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Stjórnsýslunefnd - fundargerð dags. 16. júlí 2003
Fundargerðin er í 1 lið.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.


3 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 21. júlí 2003
Fundargerðin er í 14 liðum.
11. liður: Kjarnalundur - leigusamningur. Bæjarráð samþykkir samninginn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


Halla Margrét Tryggvadóttir sat fundinn undir 4., 5., 6. og 7. lið.

4 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
Lagt fram minnisblað dags. 22. júlí 2003 með viðbótarupplýsingum um kaupskyldu og forkaupsrétt í félagslega húsnæðiskerfinu.
Bæjarráð samþykkir að forkaupsréttur á félagslegum eignaríbúðum verði styttur um 5 ár og verði 15 ár. Ákvörðunin taki gildi frá 1. janúar 2004. Bæjarráð samþykkir einnig, að staðan verði metin að nýju á árinu 2005.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.5 Leiguíbúðir 2003 - yfirlit
2003020015
Lagðar fram upplýsingar um stöðu leiguíbúða og fjölda umsækjenda á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ.
Lagt fram til kynningar.


6 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Melasíðu 1 - 302.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


7 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-114 og 03-120 en synjar umsókn nr. 03-116.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu á umsókn nr. 03-120.8 Brunabótafélag Íslands - aðalfundarboð
2003070035
Erindi dags. 10. júlí 2003 frá Brunabótafélagi Íslands þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs Eignahaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands á Hótel Kea föstudaginn 3. október nk.
Lagt fram til kynningar.

Valgerður H. Bjarnadóttir vék af fundi kl. 16.43 áður en til afgreiðslu á 9. lið kom.

9 Leikfélag Akureyrar - viðræðuhópur
2003030024
Lagðar fram tillögur vinnuhóps, sem skipaður var af bæjarráði til viðræðna við LA. Í hópnum áttu sæti bæjarfulltrúarnir Þórarinn B. Jónsson og Oddur Helgi Halldórsson ásamt Dan Brynjarssyni, fjármálastjóra.
Vinnuhópurinn leggur til að Akureyrarbær geri þriggja ára samning við Leikfélag Akureyrar um rekstur atvinnuleikhúss á Akureyri árin 2004, 2005 og 2006. Forsenda fyrir gerð þessa samnings er að samkomulag náist milli Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um fjárframlög ríkisins til menningarmála á Akureyri á sömu nótum og verið hefur undanfarin ár og ráðast fjárhæðir samnings Akureyrarbæjar og LA af upphæðum þess samnings.
Jafnframt leggur vinnuhópurinn til, að Akureyrarbær veiti LA fjárhagslega fyrirgreiðslu að upphæð 25 milljónir króna í formi fyrirframgreiðslu á tímabilinu ágúst til desember 2003. Fjárhæð þessi verði endurgreidd af framlögum til félagsins samkvæmt nánara samkomulagi á árunum 2004 til 2006.
Bæjarráð fellst á tillögur vinnuhópsins í öllum megin atriðum og felur bæjarstjóra að annast samningsgerðina og útfærslu nánari skilyrða við leikfélagið svo sem hvernig eftirliti með fjárreiðum þess og stjórnun verði háttað. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.Fundi slitið.