Bæjarráð

4537. fundur 18. desember 2003

2951. fundur
18.12.2003 kl. 09:00 - 12:14
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 8. desember 2003
2003010126
Fundargerðin er í 7 liðum.
Lögð fram til kynningar.


2 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Afgreiðslu umsóknar nr. 03-220 er frestað.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-221.3 Hríseyjarhreppur - ósk um formlegar viðræður
2003110075
Á hreppsnefndarfundi Hríseyjarhrepps þann 12. desember 2003 var samþykkt að óska eftir formlegum viðræðum við Akureyrarbæ um sameiningu þessara sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að verða við ósk hreppsnefndarinnar um formlegar viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna og tilnefnir í samræmi við 90. grein sveitarstjórnarlaga Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóra, Jakob Björnsson formann bæjarráðs og Odd Helga Halldórsson bæjarfulltrúa í viðræðunefnd af hálfu Akureyrarbæjar.


4 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána - endurskoðun í desember 2003
2001040015
Samkvæmt reglum um veitingu viðbótarlána skal endurskoða hámarkskaupverð íbúða á 6 mánaða fresti. Verðinu var síðast breytt þann 12. júní sl. Lögð fram eftirfarandi tillaga dags. 16. desember 2003 að breyttu hámarkskaupverði.

Fjölskyldustærð: Hámarkskaupverð:     Fyrir breytingu:
Einstaklingur         kr. 8.200.000             8.000.000
Tveggja manna     "    9.300.000             9.000.000
Þriggja manna      "   10.600.000           10.300.000
Fjögurra manna    "   11.600.000           11.300.000
Fimm manna ofl.   "   13.300.000           12.700.000
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


5 Eflingarsamningar - umsóknir 2003
2003090069
Lagðir fram eflingarsamningar við
a) Mjöll-Frigg hf.
b) Search Marine Biotechnology ehf.
a) Á grundvelli reglna um stuðning Akureyrarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki samþykkir meiri hluti bæjarráðs (sem stjórn Framkvæmdasjóðs Akureyrar) samninginn og heimilar bæjarstjóra endanlegan frágang og undirritun hans.
b) Á grundvelli reglna um stuðning Akureyrarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki samþykkir bæjarráð (sem stjórn Framkvæmdasjóðs Akureyrar) samninginn og heimilar bæjarstjóra endanlegan frágang og undirritun hans.


Þegar hér var komið vék Jón Birgir Guðmundsson verkefnastjóri af fundi.

6 Samningur um menningarmál á Akureyri 2004 - 2006
2003120047
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. desember 2003.
Bæjarráð felur bæjarstjóra endanlegan frágang samningsins og að undirrita hann fyrir hönd Akureyrarbæjar.


7 Listasafnið á Akureyri - samningur um skipulag og rekstur
2003110034
2. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. desember 2003.
Bæjarráð felur bæjarstjóra endanlegan frágang samningsins og að undirrita hann fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún er á móti afgreiðslunni.8 Gilfélagið - samstarfssamningur
2003110035
3. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 17. desember 2003.
Bæjarráð felur bæjarstjóra endanlegan frágang samningsins og að undirrita hann fyrir hönd Akureyrarbæjar.

Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið.