Bæjarráð

4516. fundur 11. desember 2003

2950. fundur
11.12.2003 kl. 09:00 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Eyþing - fundargerð dags. 20. nóvember 2003
2003010005
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lögð fram til kynningar.


2 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-217 og 03-219.
Umsókn nr. 03-208 - endurupptaka. Bæjarráð samþykkir umsóknina.3 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lögð fram kauptilboð í Hjallalund 20 - 401 og Melasíðu 1M - 303.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


4 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - tilnefning fulltrúa í stjórn
2003120008
Erindi dags. 27. nóvember 2003 frá menntamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar og tveggja til vara í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
Bæjarráð vísar tilnefningunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5 Heimild til ráðstöfunar viðbótarlána 2004
2003090085
Með bréfi mótteknu 4. desember 2003 frá Íbúðalánasjóði er staðfest samþykki Íbúðalánasjóðs varðandi lánsheimild til Akureyrarbæjar að fjárhæð 250.000.000 á árinu 2004.
Lagt fram til kynningar.


6 Lánveitingar til leiguíbúða 2004
2003090083
Erindi dags. 28. nóvember 2003 (móttekið 4. desember sl.) frá Íbúðalánasjóði þar sem staðfest er framlenging lánsvilyrðis frá árinu 2003 og afgreiðsla lánsumsóknar 2004.
Lagt fram til kynningar.


7 Melateigur 1-41
2001050145
Erindi dags. 2. desember 2003 (móttekið 8. desember 2003) frá félagsmálaráðuneytinu varðandi bókun bæjarráðs 25. september sl. vegna álits ráðuneytisins frá 22. apríl 2003.
Lagt fram til kynningar.


8 Afskriftir lána
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. desember 2003.
Bæjarráð samþykkir tillögu ráðsins um afskriftir krafna.

Þegar hér var komið fundi mætti Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri.

9 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Fyrir var tekið að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun 2004, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu á fundi sínum þann 18. nóvember sl. Einnig tilgreindir liðir í fundargerðum neðangreindra nefnda. Liðirnir varða fjárhagsáætlun 2004.
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 5. desember 2003.
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 8. desember 2003.
1. liður í fundargerð menningamálanefndar dags. 2. desember 2003.
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 9. desember 2003.
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 8. desember 2003.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram í nefndum milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar
A-hluta stofnanir:
Samstæðureikningur A-hluta
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.
Húsverndarsjóður
Menningarsjóður

B-hluta stofnanir:
Samstæðureikningur B-hluta
Félagslegar íbúðir
Fráveita Akureyrar
Strætisvagnar Akureyrar
Dvalarheimili aldraðra
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Norðurorka hf.
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands

Tillögur að bókunum:

a) Starfsáætlanir
Bæjarráð felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Stefnt skal að því að ljúka yfirferðinni fyrir lok janúar 2004. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka áætlanirnar til umræðu og afgreiðslu.

b) Gjaldskrár
Til þess að mæta áhrifum verðlagshækkana á launum og þjónustu í rekstri Akureyrarbæjar eru tillögur nefnda um gjaldskrárbreytingar í fyrirliggjandi frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2004. Fjármáladeild hefur tekið saman yfirlit um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á gjaldskrám og var það lagt fram undir þessum lið og koma þær til afgreiðslu með fjárhagsáætlun við síðari umræðu.

c) Kaup á vörum og þjónustu
Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið til að nýta skatttekjur sveitarfélagins eins vel og kostur er. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum tillögum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu. Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Þórarinn B. Jónsson vék af fundi kl. 11.18.

10 Þriggja ára áætlun 2005-2007
2003110070
Fram var lagt frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Aðalsjóðs Akureyrarbæjar, fyrirtæki hans og stofnanir fyrir árin 2005-2007.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.