4496. fundur
04. desember 2003
|
2949. fundur |
04.12.2003 kl. 10:00 - 12:10 |
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri |
Nefndarmenn: |
Starfsmenn: |
 |
Jakob Björnsson, formaður Þórarinn B. Jónsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Oddur Helgi Halldórsson Valgerður H. Bjarnadóttir Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi |
 |
Kristján Þór Júlíusson Dan Jens Brynjarsson Ármann Jóhannesson Karl Guðmundsson Inga Þöll Þórgnýsdóttir Dagný Harðardóttir Heiða Karlsdóttir, fundarritari |
 |
 |
1 Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - húsaleiga 2003100077 Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 13. nóvember 2003. Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Guðrún Sigurðardóttir deildarstjóri fjölskyldudeildar mættu á fundinn undir þessum lið. Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu að breytingu á húsaleigu í leiguíbúðum Akureyrarbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar: Frá og með 1. febrúar 2004 ákvarðist leiguverð í leiguíbúðum Akureyrarbæjar sem hundraðshluti af fasteignamati íbúðar. Leiguverðið nemi 6,8% af fasteignamati ibúðar þó með þeim ákvæðum um lágmarks- og hámarksleigu fyrir hvern stærðarflokk íbúðar sem fram koma í eftirfarandi töflu. Almennt leiguverð verði: Tveggja herbergja íbúðir á mánuði, lágmark kr. 28.000 hámark kr. 35.000 Þriggja herbergja íbúðir á mánuði, lágmark kr. 35.000 hámark kr. 40.000 Fjögurra herbergja íbúðir á mánuði, lágmark kr. 40.000 hámark kr. 45.000 Fimm herbergja íbúðir á mánuði, lágmark kr. 45.000 hámark kr. 61.000 Sérstakt leiguverð ef skattskyldar árstekjur leigjanda (fjölskyldutekjur) nema kr. 1.250.000 eða lægri upphæð verði (samkvæmt skattframtali 2003): Tveggja herbergja íbúðir á mánuði, lágmark kr. 28.000 hámark kr. 31.000 Þriggja herbergja íbúðir á mánuði, lágmark kr. 35.000 hámark kr. 35.000 Fjögurra herbergja íbúðir á mánuði, lágmark kr. 40.000 hámark kr. 40.000 Fimm herbergja íbúðir á mánuði, lágmark kr. 45.000 hámark kr. 45.000 Húsaleigan skal bundin neysluverðsvísitölu febrúarmánaðar 2004 og breytist mánaðarlega, í fyrsta sinn þann 1. mars 2004. Húsaleiguna skal endurskoða árlega þegar nýtt fasteignamat liggur fyrir. Við endurskoðunina skal meta hvort samræmi sé á breytingu neysluverðsvísitölu og fasteignamatsins. Þá skal þess gætt við hina árlegu endurskoðun að húsaleigan samrýmist lögum og reglugerð nr. 873/2001 um leiguverð í félagslegum leiguíbúðum. Einnig skal tekjuviðmið vegna greiðslu sérstaks leiguverðs endurmetið við hina árlegu endurskoðun húsaleigunnar.
2 Viðbótarlán - 2003 2003010046 Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán. Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-211, 03-214, 03-215 og 03-216.
3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003 2003010048 Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar. Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-027 verði breytt í leiguíbúð.
4 Strandgata 23 - uppkaup eignar og/eða stöðuleyfi 2003110026 Tekið fyrir að nýju erindi dags. 4. nóvember 2003 frá Elsu Þorsteinsdóttur, kt. 260331-5159, þar sem hún óskar eftir að fasteignin Strandgata 23 bakhús ásamt eignarlóð verði keypt af henni og/eða að gefið verði út varanlegt kvaðalaust stöðuleyfi fyrir fasteigninni. Áður á dagskrá bæjarráðs 27. nóvember sl. Fram var lagt minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 2. desember 2003. Bæjarráð hafnar uppkaupum á eigninni en vísar ósk um varanlegt stöðuleyfi til umfjöllunar í umhverfisráði.
5 Glerárgata 3 2002030041 Kynntir kaupsamningar vegna kaupa á Glerárgötu 3. Bæjarráð samþykkir samningana.
6 Glerá 2002110095 Kynnt hugsanleg uppkaup á landi. Fram var lagt minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 3. desember 2003. Á grundvelli tillagna sem fram koma á minnisblaðinu samþykkir bæjarráð að gengið verði til samninga við landeiganda um kaup á tilgreindri landspildu. Þá samþykkir bæjarráð einnig á grundvelli minnisblaðsins að gengið verði til samninga við G. Hjálmarsson hf. um malarnám ofl.
7 Globodent ehf. - lánssamningur 2000050067 Lagður fram lánssamningur Framkvæmdasjóðs Akureyrar dags. 1. desember 2003 við Globodent ehf. að upphæð kr. 4.000.000. Meiri hluti bæjarráðs staðfestir samninginn. Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann er á móti afgreiðslunni.
8 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2003 2003050046 Yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar-október 2003. Lagt fram til kynningar.
9 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 2003040030 Á fundi bæjarstjórnar 18. nóvember sl. var frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004 ásamt breytingartillögum Oktavíu Jóhannesdóttur vísað til bæjarráðs og síðari umræðu. Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
10 Þriggja ára áætlun 2005-2007 2003110070 Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2005-2007.
11 Atvinnuhorfur fólks - 16-24 ára 2003020101 Atvinnuhorfur aldurshópsins 16 til 24 ára. Sigrún Björk Jakobsdóttir gerði grein fyrir málinu og lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun: "Bæjarráð Akureyrar skorar á félagsmálaráðherra að hraða fyrirhugaðri úttekt á landsvísu á atvinnuleysi fólks á aldrinum 16 til 24 ára og mögulegum úrbótum. Ljóst er að þörf er á sameininlegu átaki ríkisins, sveitarfélagsins, stofnana og félagasamtaka og bæjarráð styður heilshugar við tillögur til úrbóta sem lagðar voru fram af Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra sem fela í sér stofnun verkþjálfunarseturs fyrir fólk á aldrinum 16 til 24 ára." Bæjarráð samþykkir bókunina. |
 |
Fundi slitið. |