Bæjarráð

4486. fundur 27. nóvember 2003

2948. fundur
27.11.2003 kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Dagný Harðardóttir
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 10. nóvember 2003
2003010126
Fundargerðin er í 9 liðum.
Lögð fram til kynningar.


2 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð synjar umsókn nr. 03-208.


3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-026 verði seld á almennum markaði.


4 Landsmót UMFÍ
2003080026
5. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 18. nóvember 2003 sem vísað var til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð styður umsókn Ungmennafélags Akureyrar og Ungmennasambands Eyjafjarðar til Ungmennafélags Íslands um að halda Landsmót á Akureyri árið 2009.


5 Strandgata 23 - uppkaup eignar og/eða stöðuleyfi
2003110026
Erindi dags. 4. nóvember 2003 frá Elsu Þorsteinsdóttur, kt. 260331-5159, þar sem hún óskar eftir að fasteignin Strandgata 23 bakhús ásamt eignarlóð verði keypt af henni og/eða að gefið verði út varanlegt kvaðalaust stöðuleyfi fyrir fasteigninni.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6 Northern Forum - Umhverfisþing ungmenna 2004 - YEF
2003110088
Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra KOMA varðandi umhverfisþing ungmenna "Youth Eco Forum" á vegum Northern Forum samtakanna sem haldið verður í Hokkaido í Japan 2.- 7. ágúst 2004. Boð um þátttöku hefur borist og miðað við að a.m.k. tvö ungmenni ásamt fararstjóra komi frá hverjum stað. Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri KOMA sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir þátttöku 2ja ungmenna ásamt fararstjóra.


7 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar og breytingar á þjónustugjaldskrám Akureyrarbæjar 2004.


8 Bankaviðskipti - framlenging samnings
2003110098
Rætt um framlengingu samnings dags. 2. maí 2001 við Landsbankann um bankaviðskipti.
Bæjarráð samþykkir með vísan til 5. greinar samningsins að framlengja hann um 2 ár, þ.e. til september 2005.
Þórarinn B. Jónsson og Sigrún Björk Jakobsdóttir óska bókað að þau tóku ekki þátt í afgreiðslunni.9 Búðargil - orlofshús
2000040026
Bjarni Reykjalín skipulags- og byggingafulltrúi og Guðmundur Jóhannsson formaður umhverfisráðs mættu á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir fyrirhugaðri orlofshúsabyggð í Búðargili.


10 Verkefnisstjóri bæjarráðs
2002100112
Bæjarstjóri upplýsti að hann gerði ráð fyrir að samningur um starf verkefnisstjóra bæjarráðs sem rennur út nú um næstu mánaðamót verði framlengdur.

Fundi slitið.