Bæjarráð

4471. fundur 20. nóvember 2003

2947. fundur
20.11.2003 kl. 09:00 - 10:58
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Dagný Harðardóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Eyþing - fundargerð aðalfundar 2003
2003060005
Fundargerð aðalfundar Eyþings 26. - 27. september 2003.
Lögð fram til kynningar.


2 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerðir dags. 16. júní, 15. september, 13. október
og 10. nóvember 2003

2003010006
Fundargerðir 85.- 88. fundar Hafnasamlags Norðurlands.
Lagðar fram til kynningar.


3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-025 verði breytt í leiguíbúð.

Þegar hér var komið mætti Oddur Helgi Halldórsson á fundinn kl. 09.20.


4 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Endurupptaka umsóknar nr. 03-196. Bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun og synjar erindinu.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-205.


5 Háskólinn á Akureyri - Bókakaupasjóður
2003110058
Erindi dags. 13. nóvember 2003 frá Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri, þar sem leitað er eftir samþykki Akureyrarbæjar fyrir því að Bókakaupasjóður Háskólans verði lagður niður og fjármunum hans varið til að stofna nýjan sjóð, útgáfusjóð.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.


6 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga
2002090034
Lagt fram minnisblað dags. 28. október 2003 varðandi viðræður um sameiningu sveitarfélaganna, Akureyrar, Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Bæjarráð samþykkir að halda sameiningarviðræðunum áfram á grundvelli minnisblaðsins frá
28. október sl. og tilnefnir Jakob Björnsson formann bæjarráðs í stýrihópinn og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóra til vara.7 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Rætt var um breytingu á þjónustugjaldskrám Akureyrarbæjar á árinu 2004.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


8 Þriggja ára áætlun 2005-2007
2003110070
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2005-2007.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Fundi slitið.