Bæjarráð

4453. fundur 13. nóvember 2003

2946. fundur
13.11.2003 kl. 09:00 - 12:07
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi

Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson

Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Menningarhús á Akureyri
1999110102
Niðurstöður starfshóps um byggingu menningarhúss.
Ingi Björnsson formaður verkefnisstjórnar mætti á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.
Einnig mættu undir þessum lið Jónas Karlesson verkfræðilegur ráðgjafi og Þórgnýr Dýrfjörð menningarfulltrúi.
Bæjarráð vísar greinargerð verkefnisstjórnarinnar til umfjöllunar í menningarmálanefnd.


2 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-198.


3 Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - húsaleiga
2003100077
Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá 30. október sl.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


4 Álagning gjalda árið 2004 - útsvar og fasteignagjöld
2003110046
Lagt er til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2004 á Akureyri verði óbreytt frá fyrra ári eða 13,03% af álagningarstofni.
Gerð er tillaga um að á árinu 2004 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:
a) Fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, verði 0,35% af álagningarstofni.
b) Fasteignaskattur samkvæmt b-lið 3. greinar sömu laga verði 1,55% af álagningarstofni.
c) Lóðarleiga samkvæmt lóðarleigusamningum á íbúðahúsalóðum verði 0,5% af álagningarstofni og lóðarleiga af öðrum lóðum verði 2,8% af álagningarstofni.
d) Vatnsgjald 0,17% af álagningarstofni.
e) Holræsagjald 0,21% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá um holræsagjald á Akureyri.
f) Sorphirðugjald af íbúðarhúsnæði kr. 6.500 á hverja íbúð.
g) Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega:
Tillögur varðandi afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum verða lagðar fram og ákveðnar af bæjarstjórn í janúar 2004.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2004 verði átta, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september.
Bæjarráð vísar tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Gengið frá frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.
Helstu niðurstöðutölur úr samstæðureikningi:
Þús.kr.
Rekstur:
Skatttekjur                                         4.053.000
Aðrar tekjur                                        4.810.391
-----------------
Samtals tekjur                                    8.863.391

Rekstrargjöld                                      8.514.947
-----------------
Fjármagnsliðir nettó                             ( 140.207)
----------------
Rekstrarniðurstaða                                 208.236

Úr sjóðsstreymisyfirliti:
Veltufé frá rekstri                                1.177.969
Fjárfestingar                                       1.506.700

Niðurstöðutölur málaflokka í aðalsjóði:
00 Skatttekjur                                   -4.053.000
02 Félagsþjónusta                                  499.133
03 Heilbrigðismál                                     10.588
04 Fræðslu- og uppeldismál                  2.181.057
05 Menningarmál                                    279.318
06 Íþrótta- og tómstundamál                   486.968
07 Brunamál og almannavarnir                  73.599
08 Hreinlætismál                                      42.650
09 Skipulags- og byggingamál                   77.925
10 Götur, umferðar- og samgöngum         160.933
11 Umhverfismál                                     109.690
13 Atvinnumál                                          48.840
21 Sameiginlegur kostnaður                     330.417
28 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld       -415.676

Bæjarráð vísar frumvarpinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


6 Vélsmiðjan - umsókn um leyfi til áfengisveitinga
2003110032
Lögð fram umsókn dags. 7. nóvember 2003 frá Birgi Torfasyni, kt. 290665-4699, f.h. GSB veitinga ehf. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitinga- og skemmtistaðinn Vélsmiðjuna.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Sjafnarnes/Ægisnes - gatnagerðargjöld
2003110016
Erindi dags. 3. nóvember 2003 frá Þór Konráðssyni f.h. Arnarfells ehf., varðandi lóðamál að Sjafnarnesi/Ægisnesi, Krossaneshaga.
Afgreiðslu frestað.


8 Önnur mál
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún spurðist fyrir um nýbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða og einnig um nýjan sorpurðunarstað á vegum Sorpeyðingar Eyjafjarðar.

Fundi slitið.