Bæjarráð

4441. fundur 05. nóvember 2003

2945. fundur
05.11.2003 kl. 08:15 - 09:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Halla Margrét Tryggvadóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð synjar umsókn nr. 03-196.


2 Ålesund - kontaktmannafundur 22.- 25. janúar 2004
2003100082
Erindi dags. 22. október 2003 frá Ålesund kommune þar sem boðað er til kontaktmannafundar
22.- 25. janúar 2004. Þann 23. janúar nk. eru 100 ár liðin frá því að stórbruni varð í Ålesund. Bruninn lagði bæinn nánast í rúst. Þessa atburðar og endurbyggingar bæjarins verður sérstaklega minnst.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar ásamt mökum verði fulltrúar Akureyrarbæjar.


3 GSB veitingar ehf. - veitingaleyfi
2003100093
Erindi dags. 30. október 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Birgis Torfasonar, kt. 290665-4699, f.h. GSB veitinga ehf., kt. 621003-2750, um leyfi til reksturs veitinga- og skemmtistaðar að Strandgötu 49.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


4 Viðtalstímar þingmanna Norðausturkjördæmis
2003110009
Viðtalstímar þingmanna Norðausturkjördæmis á Hótel Nordica, sal K, miðvikudaginn 5. nóvember 2003.
Lagt fram til kynningar.

Þegar hér var komið mætti Karl Guðmundsson á fundinn.

5 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.

Fundi slitið.