Bæjarráð

4429. fundur 30. október 2003

2944. fundur
30.10.2003 kl. 09:00 - 12:03
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lögð fram kauptilboð í Sunnuhlíð 23-203 og Melasíðu 3E-203.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-024 verði seld á almennum markaði.


3 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Umsókn nr. 03-187 - endurupptaka máls.
Þórarinn B. Jónsson bar fram tillögu um að umsóknin yrði samþykkt.
Tillaga Þórarins var felld með 4 atkvæðum gegn 1.
Meiri hluti bæjarráðs staðfestir því fyrri ákvörðun sína og hafnar erindinu.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-191.4 Aukin heimild til ráðstöfunar viðbótarlána 2003 - umsókn
2002090055
Umsókn um aukna heimild til ráðstöfunar viðbótalána 2003.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra (sbr. minnisblað dags. 28. október 2003) þess efnis að sækja um heimild til Íbúðalánasjóðs til aukinnar ráðstöfunar viðbótarlána að upphæð 50 milljónir króna á árinu 2003.


5 Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2003 - biðlisti
2003020015
Lagt fram yfirlit yfir fjölda umsækjenda á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ
1. október 2003.
Lagt fram til kynningar.


6 Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - húsaleiga
2003100077
Fjármálastjóri Dan J. Brynjarsson gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


7 Safnamál í Eyjafirði
2003100074
Erindi dags. 20. október 2003 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar um safnamál í Eyjafirði.
Bæjarráð óskar umsagnar menningarmálanefndar um erindið.


8 Launaendurskoðun vegna áranna 2001-2002
2003070031
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri kynnti niðurstöður launaendurskoðunar sem unnin var af KPMG.
Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri KOMA sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögur á grundvelli niðurstöðu endurskoðunarinnar.

Halla Margrét og Sigríður véku af fundi kl. 11.35.

9 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2004.
Jón Bragi Gunnarsson deildarstjóri hagdeildar mætti á fundinn undir þessum lið.10 Önnur mál
Næsti fundur bæjarráðs er boðaður miðvikudaginn 5. nóvember nk. og hefst kl. 08.15.

Fundi slitið.