Bæjarráð

4416. fundur 23. október 2003

2943. fundur
23.10.2003 kl. 09:00 - 11:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 6. október 2003
2003010023
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.


2 Eyþing - fundargerðir dags. 26. september og 3. október 2003
2003010005
Fundargerðin frá 26. september er í 4 liðum og frá 3. október í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.


3 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-181 og 03-183, en synjar umsóknum nr. 03-186 og 03-187.


4 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-023 verði breytt í leiguíbúð.


5 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vetrarfundur 26. nóvember 2003
2003100043
Með bréfi dags. 14. október 2003 er boðað er til vetrarfundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar miðvikudaginn 26. nóvember 2003.
Lagt fram til kynningar.6 Byggðakvóti - úthlutun
2003100044
Erindi dags. 14. október 2003 frá Sjávarútvegsráðuneytinu varðandi úthlutun á 5,5 þorskígildislestum til Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær komi ekki að úthlutunum á þeim 5,5 þorskígildislestum er komu í hlut Akureyrarbæjar. Sú úthlutun verði samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 596/2003.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað: "Ég er þeirrar skoðunar út frá því magni sem við fengum úthlutað, 5,5 tonnum, að best hefði verið að skipta þessu jafnt á milli þeirra einstaklinga sem eru í útgerð og eiga kvóta fyrir."
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.7 Frumvarp til laga um tryggingagjald, 89. mál, viðbótarlífeyrissparnaður
2003100046
Erindi dags. 15. október 2003 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tryggingagjald, 89. mál, viðbótarlífeyrissparnaður.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að koma umsögn Akureyrarbæjar á framfæri við nefndina.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.8 Frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, 88. mál, sérstakur eignarskattur
2003100048
Erindi dags. 15. október 2003 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, 88. mál, sérstakur eignarskattur.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að koma umsögn Akureyrarbæjar á framfæri við nefndina.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.9 Frumvarp til laga um fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl., 90. mál, hækkun þungaskatts og vörugjalds
2003100049
Erindi dags. 15. október 2003 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl., 90. mál, hækkun þungaskatts og vörugjalds.
Bæjarráð bendir á að hækkun sú sem frumvarpið gerir ráð fyrir er í mótsögn við yfirlýstar fyrirætlanir stjórnvalda um lækkun flutningskostnaðar.
Bæjarlögmanni er falið að koma umsögn Akureyrarbæjar á framfæri við nefndina.10 Melateigur 1-41 - svarbréf Hagsmunafélags húseigenda og íbúa við Melateig 1-41
2001050145
Lagt fram svarbréf dags. 18. október 2003 frá Hagsmunafélagi húseigenda og íbúa við Melateig 1-41 við þeirri tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 7. október 2003. Í bréfinu er greint frá þeirri niðurstöðu hagsmunafélagsins, að tillögu bæjarstjórnar frá 7. október sl. til lausnar ágreiningsmála íbúa við Melateig 1-41 og Akureyrarbæjar sé hafnað.
Lagt fram til kynningar.
Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram bókun og eftirfarandi tillögu:
"Undirrituð getur að ýmsu leyti tekið undir gagnrýni Hagsmunafélags íbúa við Melateig 1-41 á málsmeðferð Akureyrarbæjar vegna deilna þessara aðila um gatnagerðargjöld, skipulag o.fl. Sérstaklega ámælisvert er að mikilvæg gögn í málinu sbr. bréf bæjarlögmanns dags. 14. ágúst 2003 til félagsmálaráðuneytis og svar ráðuneytisins dags. 22. ágúst 2003 voru hvorki kynnt í bæjarráði né bæjarstjórn og því bæjarfulltrúum ókunnugt um efni þeirra þegar bæjarstjórn tók ákvörðun í málinu.
Ástæða er til að ætla að upplýsingarnar sem fram koma í bréfinu gætu haft áhrif á ákvarðanatöku í málinu.
Því er óskað eftir endurupptöku og nýrri meðferð málsins hjá bæjarstjórn eftir að bæjarfulltrúum hafa verið kynntar allar staðreyndir málsins.
Oktavía Jóhannesdóttir."
Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með 5 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjóri óskar bókað:
"Umrædd bréfaskipti varða frekari skýringu á áliti félagsmálaráðuneytisins dags. 22. ágúst 2003.
Áréttað skal að ítrekað hafa umrædd erindi komið til umræðu innan bæjarráðs og hefur bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir hvorki óskað eftir afriti þeirra né því síður kynnt sér þá innihaldið skv. bókun bæjarfulltrúans. Hagsmunafélag íbúa við Melateig fékk hins vegar umrædd erindi þegar í stað í hendur sem aðili máls.11 "Ein með öllu" - markaðsrannsókn 2003
2003100060
Markaðsrannsókn um "Eina með öllu" á Akureyri, unnin af Gallup fyrir Akureyrarbæ í september 2003.
Sigríður Ólafsdóttir frá IMG mætti á fund bæjarráðs og fór yfir og skýrði niðurstöður rannsóknarinnar.
Lagt fram til kynningar.


12 Tjaldsvæði - markaðsrannsókn 2003
2003100059
Markaðsrannsókn um tjaldsvæði á Akureyri, unnin af Gallup fyrir Akureyrarbæ í
september-október 2003.
Sigríður Ólafsdóttir frá IMG skýrði niðurstöður rannsóknarinnar.
Lagt fram til kynningar.


13 Viðtalstímar þingmanna
2003090030
Erindi dags 20. október 2003 frá Eyþingi varðandi viðtalstíma þingmanna Norðausturkjördæmis sem sveitarstjórnum er boðið upp á þann 5. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.


14 Netskil hf.
2000050064
Staðfesting á sölu hlutafjár í Netskilum hf., sjá 6. lið í fundargerð aðalfundar Netskila hf., dags.
30. mars 2003.
Bæjarráð staðfestir sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Netskilum hf.


15 Lýðheilsustöð - staðsetning
2003100068
Staðsetning Lýðheilsustöðvar.
Bæjarráð Akureyrar skorar á heilbrigðisráðherra að vanda vel faglegan undirbúning Lýðheilsustöðvar svo stofnunin hafi það vægi sem nauðsyn ber til og taka þegar af skarið með að aðalskrifstofa Lýðheilsustöðvar verði staðsett á Akureyri. Slík stofnun mundi njóta góðs af nærveru við öflugar stofnanir á heilbrigðissviði þar.
Minnt er á fyrri ályktanir bæjarráðs Akureyrar og Eyþings um málið.


Fundi slitið.