Bæjarráð

4145. fundur 10. júlí 2003

2931. fundur
10.07.2003 kl. 9:00: - 11:14
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Dagný Harðardóttir
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari


1 Atvinnumálanefnd - fundargerð dags. 1. júlí 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Jafnréttis- og fjölskyldunefnd - fundargerð dags. 1. júlí 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 4. júlí 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður, "Arnarauga - áfengisveitingaleyfi". Bæjarráð hefur þegar bókað um liðinn.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.4 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lögð fram kauptilboð í Melasíðu 8b og Tröllagil 21.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


5 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð synjar umsókn nr. 03-115 en samþykkir umsókn nr. 03-117.


6 Ein með öllu - Verslunarmannahelgin 2003
2003070011
Erindi dags. 25. júní 2003 frá hagsmunafélaginu Vinir Akureyrar, þar sem sótt er um styrk, vegna fjölskylduhátíðar um Verslunarmannahelgina 2003.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Vini Akureyrar um kr. 1.000.000 vegna fjölskylduhátíðarhalda um Verslunarmannahelgina.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að Vinir Akureyrar hafi umráðarétt yfir lausum sölubásum í göngugötunni og á Ráðhústorgi um Verslunarmannahelgina, nánar tiltekið frá hádegi á fimmtudegi og til mánudagskvölds. Framkvæmd málsins er vísað til deildarstjóra umhverfisdeildar.
Ragnari Hólm Ragnarssyni verkefnisstjóra er falið að vera tengiliður Akureyrarbæjar við aðstendendur hátíðarinnar og innan bæjarkerfisins. Honum er jafnframt falið að fjalla um og afgreiða aðrar óskir sem fram koma í bréfinu í samráði og samstarfi við þá sem bera ábyrgð á viðkomandi málum hjá bænum.7 Kaffi Akureyri - opnunartími um Verslunarmannahelgina 2003
2003070022
Erindi dags. 7. júlí 2003 frá Kristínu Hildi Ólafsdóttur, framkvæmdarstjóra Kaffi Akureyri þar sem hún sækir um leyfi til að hafa opið til kl. 06:00 um Verslunarmannahelgina 1.- 3. ágúst 2003. Einnig er sótt um leyfi til að hafa opið fimmtudaginn 31. júlí til kl. 02:00.
Ekki er unnt að verða við erindinu skv. gildandi reglum Akureyrarbæjar um leyfi til vínveitinga, en skv. þeim er veitingastöðum heimilt að hafa opið til kl. 04.00 aðfararnótt laugardags og sunnudags og almenns frídags en til kl. 01.00 alla aðra daga.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.8 Sundfélagið Óðinn - launamál ungra íþróttamanna
2003070014
Erindi dags. 3. júlí 2003 frá Sundfélaginu Óðni er varðar unga íþróttamenn og vinnu þeirra á vegum bæjarins.
Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla upplýsinga um meðferð sambærilegra mála hjá öðrum sveitarfélögum.


9 Siglufjarðargöng um Héðinsfjörð
2001090041
Tekin fyrir að nýju umræða um Siglufjarðargöng um Héðinsfjörð.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur á undanförnum árum ítrekað lýst yfir eindregnum stuðningi sínum við gerð Siglufjarðarganga um Héðinsfjörð. Síðast á sameiginlegum fundi bæjarstjórna Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar og Akureyrar, sem haldinn var í Ólafsfirði þann 16. apríl sl. þar sem útboði framkvæmdanna var fagnað í sameiginlegri ályktun.
Bæjarráð er þeirrar skoðunar, að ríkisstjórninni beri siðferðisleg skylda til að tryggja framgang verksins og þykir miður að framkvæmdum hefur verið frestað. Jafnframt ítrekar bæjarráð mikilvægi Siglufjarðarganga í tengslum við samþykkta byggðastefnu og uppbyggingu Eyjafjarðarsvæðisins.10 Northern Periphery
2003020142
Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri KOMA gerði grein fyrir stöðu málsins.


Valgerður H. Bjarnadóttir vék af fundi kl. 10.42 áður en umfjöllun um 11. lið hófst.


11 Leikfélag Akureyrar - viðræðuhópur
2003030024
Viðræðuhópur við L.A. gerði grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð felur viðræðuhópnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og að leggja mótaðar tillögur fyrir bæjarráð eins fljótt og unnt er.

Formaður bæjarráðs Jakob Björnsson vék af fundi kl. 10.55 áður en 11. liður kom til ályktunar og tók Þórarinn B. Jónsson varaformaður bæjarráðs við fundarstjórn.


 


Fundi slitið.