Bæjarráð

4136. fundur 03. júlí 2003

2930. fundur
03.07.2003 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavia Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Dagný Harðardóttir
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari
1 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 20. júní 2003
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður, "Lystigarður aðkoma 2. áfangi - útboð". Bæjarráð samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 23. júní 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 23. júní 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Skólanefnd - fundargerðir dags. 23. júní og 30. júní 2003
Fundargerðin frá 23. júní er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 30. júní er í 3 liðum.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


5 Stjórnsýslunefnd - fundargerð dags. 25. júní 2003
Fundargerðin er í 1 lið.
Lögð voru fram drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar, ásamt greinargerð sem stjórnsýslunefnd hefur lokið umfjöllun um. Bæjarlögmaður gerði grein fyrir breytingunum.
Bæjarráð samþykkir að skjölunum verði dreift til bæjarfulltrúa og að óskað verði umsagnar félagsmálaráðuneytisins um breytingartillögurnar. Einnig að fyrri umræða fari fram í bæjarstjórn að afloknu sumarleyfi hennar.


6 Umhverfisráð - fundargerð dags. 25. júní 2003
Fundargerðin er í 33 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.


7 Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 27. júní 2003
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


8 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 23. júní 2003
2003010126
Fundargerðin er í 4 liðum
og er lögð fram til kynningar.


9 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - ársreikningur 2002
2003060101
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2002
lagður fram til kynningar.


10 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lögð fram umsókn nr. 03-099. Ósk um endurupptöku.
Áður hafnað í bæjarráði þann 12. júní sl.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarlánið.


11 Viðbótarlán - yfirlit
2003010046
Um viðbótarlán janúar - júní 2003.
Lagt var fram til kynningar yfirlit um viðbótarlán á árinu 2003.


12 Hraungerði 3 - lóðargjöld
2003040075
2. liður fundargerðar bæjarráðs dags. 6. júní sl. Á fundi sínum þann 24. júní sl. vísaði bæjarstjórn liðnum til bæjarráðs til lokaafgreiðslu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs í samvinnu við bæjarlögmann að gera tillögu að vinnureglum Akureyrarbæjar varðandi hugsanlega þátttöku bæjarins í kostnaði vegna uppgraftrar og fyllingar undir einbýlishús þegar um er að ræða þéttingu byggðar í grónum hverfum í bænum. Tillagan ásamt rökstuðningi skal lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Bæjarlögmanni falið að gera húsbyggjendum að Hraungerði 3 grein fyrir stöðu málsins.


13 Glerárdalur - skoðun á möguleikum og mikilvægi friðunar
2003060095
Tillaga dags. 26. júní 2003 frá Oktavíu Jóhannesdóttir bæjarfulltrúa varðandi skoðun á möguleikum og mikilvægi friðunar Glerárdals.
Bæjarráð vísar tillögunni til náttúruverndarnefndar. Niðurstöður nefndarinnar skulu lagðar fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
14 Northern Periphery - umsókn samþykkt
2003020142
Borist hefur staðfesting á að verkefnið Brandr sem unnið verður undir merkjum Northern Periphery hafi verið samþykkt. Þátttakendur í verkefninu auk Akureyrar eru sveitarfélögin Sollefteå í Svíþjóð og Sortland og Steinkjer í Noregi.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með samþykktina og felur Sigríði Stefánsdóttur deildarstjóra KOMA áframhaldandi vinnslu málsins.


15 Siglufjarðargöng um Héðinsfjörð
2001090041
Bæjarfulltrúar Oktavía Jóhannesdóttir og Jón Erlendsson lögðu fram svohljóðandi tillögu til ályktunar:
"Héðinsfjarðargöngin hafa verið lengi í undirbúningi og ákvörðun um gerð þeirra tekin á grundvelli arðsemi og mikilvægis fyrir Eyjafjarðarsvæðið allt, ekki einungis Siglufjörð og Ólafsfjörð. Það er rangt að þetta sé óarðbær fjárfesting eins og sífellt er haldið fram af þeim sem meta þessa mikilvægu samgöngubót sem "óþarfa" og aðeins fyrir Siglfirðinga.
Markmið með gerð Héðinsfjarðarganga er að stækka og efla mikilvægasta atvinnu- og vaxtarsvæði á landsbyggðinni þannig að það verði eftirsóknarverður valkostur til búsetu. Bæði fyrir þá sem búa hér og ekki síður fyrir ungt, vel menntað fólk sem vill flytja á landsbyggðina.
Allar rannsóknir sýna fram á arðsemi framkvæmdanna og að þær eru ein megin forsenda þess að hægt verði að standa við og ná einu megin markmiði byggðastefnu ríkisstjórnarinnar - þ.e. að styrkja Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið.
Það hafa verið bundnar miklar væntingar við þessar framkvæmdir og vonbrigðin gífurleg ef af frestun verður. Héðinsfjarðargöng eru ein megin forsenda fyrir auknu samstarfi og sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Sveitarstjórnarmenn við utanverðan Eyjafjörð hafa þegar tekið fyrstu skrefin í auknu samstarfi á grundvelli þessara samgöngubóta og hafa uppi áætlanir um enn frekara samstarf og sameiningu. Allar þessar áætlanir falla niður ef ekki verður af þessum framkvæmdum samkvæmt áætlun.
Á þessum grundvelli er frestun Héðinsfjarðarganga harðlega mótmælt og jafnframt eru þingmenn stjórnarflokkanna hvattir til að standa við orð sín."
Rætt um frestun Siglufjarðarganga. Formaður bæjarráðs mun setja sig í samband við bæjarstjóra í bæjarfélögum við utanverðan Eyjafjörð. Málið verður tekið fyrir aftur á fundi bæjarráðs í næstu viku.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að fresta tillögunni.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi áður en til afgreiðslu mála undir þessum lið kom.16 Önnur mál
Hjalteyrargata - félagslegar leiguíbúðir.

Fundi slitið.