Bæjarráð

4196. fundur 07. ágúst 2003

 

 
 
2933. fundur
07.08.2003 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Umhverfisráð - fundargerð dags. 23. júlí 2003
Fundargerðin er í 24 liðum.
Vegna 2. liðar: "Helgamagrastræti 29-41. Leikskóli." óskar Oktavía Jóhannesdóttir bókað að hún tekur undir og gerir að sinni bókun Jóns Inga Cæsarssonar í 2. lið svohljóðandi:
"Ég tek undir þau sjónarmið sem fram koma í áfangaskýrslu frá höfundum tillögunnar þar sem fjallað er um umferðarmál svæðisins. Þeir leggja til rannsókn umferðarmálasérfræðinga.
Þessi framkvæmd sem meirihluti ráðsins leggur til, þ.e. tillaga 4.3. hefur í för með sér gríðarlegar breytingar á umferð á svæðinu eins og reyndar flestar hinna sem þarna eru reifaðar. Því er að mínu mati vandaðri vinnubrögð að láta fara fram skoðun þar sem umferðarmálasérfræðingar skoði áhrif þau sem þetta hefur á þröngar húsagöturnar Helgamagrastræti og Bjarkarstíg svo og útfærslur er varða Þórunnarstræti sem er gata með mjög þunga umferð.
Að ákveða einstaka útfærslu áður en sú könnun fer fram, svo og það að fá ekki álit skólanefndar á tillögunum eru óásættanleg vinnubrögð og líkleg til að vekja hatramar deilur um framkvæmdina.
Ég legg því til að áfangaskýrsla þessi verði send skólanefnd til skoðunar jafnframt því að álits umferðarmálasérfræðinga verði leitað áður en umhverfisráð tekur afstöðu."
8. liður, "Helgamagrastræti 10. Raunteikningar."
Bæjarráð vísar liðnum til umhverfisráðs til umfjöllunar að nýju í ljósi nýrra upplýsinga.
Bæjarráð samþykkir 1.- 7. og 9.- 24. lið fundargerðarinnar.2 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 21. júlí 2003
2003010023
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.


3 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-127.


4 Samhent ehf. - gistileyfi
2003070054
Erindi dags. 23. júlí 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Ragnars Kristjánssonar fyrir hönd Samhent ehf., kt. 660303-3160 um rekstur gistiheimilis að Byggðavegi 97, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


5 Sigurbjörg Steindórsdóttir - gistileyfi
2003070055
Erindi dags. 23. júlí 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Sigurbjargar Steindórsdóttur um rekstur gistiheimilis á einkaheimili að Tungusíðu 2, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


6 Sala á höggmynd eftir Sólveigu Baldursdóttur
2003070063
Erindi dags. 28. júlí 2003 frá Auði Dúadóttur og Köru Guðrúnu Melstað þar sem þær bjóða bænum höggmynd eftir Sólveigu Baldursdóttur til kaups.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem fjárveitingum til listaverkakaupa á árinu hefur þegar verið ráðstafað.


7 Django Jazz Festival Akureyri 2003 - styrkbeiðni
2003030053
Erindi dags. 22. júlí 2003 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni f.h. Django Jazz Festival Akureyri þar sem óskað er eftir styrk vegna hátíðarinnar 5.- 9. ágúst 2003.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 200.000 sem greiðist af styrkveitingum bæjarráðs.


8 Vímulaus æska - styrkbeiðni
2003070070
Ódagsett erindi, móttekið 30. júlí 2003, frá Vímulausri æsku - foreldrasamtökum þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu blaðs sem nota á til kynningar og átaks sem Foreldrahús - Vímulaus æska standa fyrir nú á haustmánuðum.
Bæjarráð vísar erindinu til áfengis- og vímuvarnanefndar.


9 Kirkjugarðar Akureyrar - rekstur líkhúss
2003050078
Svarbréf frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu dags. 23. júlí 2003 við bréfi Akureyrarbæjar dags.
6. júní 2003 varðandi rekstur líkhúss.
Lagt fram til kynningar.


10 Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi - þjónustusamningur
2003060058
Þjónustusamningur milli Akureyrarbæjar og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi
lagður fram til kynningar.


11 Glerverk - ósk um þjónustusamning
2003080001
Erindi dags. í ágúst 2003 frá Gísla Baldvinssyni f.h. Glerverksmanna - Tölvuþjónustu HÁ þar sem farið er fram á viðræður við Akureyrarbæ um sérstakan þjónustusamning til reynslu á forriti sem þeir hafa þróað.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins meðan frekari upplýsinga er aflað.


12 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2003
2003050046
Yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - júní 2003.
Lagt fram til kynningar


13 Önnur mál
Formaður bæjarráðs lagði fram svohljóðandi bókun:
"Flugfélagið Grænlandsflug hefur nú frá því 28. apríl sl. haldið uppi áætlunarflugi tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Nú virðist sem framhald þessa flugs sé í hættu þar sem leyfi til flugsins hefur ekki fengist framlengt nema til nk. áramóta.
Bæjarráð Akureyrar skorar á íslensk flugmálayfirvöld að framlengja leyfi Grænlandsflugs til beins flugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í a.m.k. eitt ár eða til 1. nóvember 2004 og jafnframt verði unnið að því að tryggja varanlegt leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá Grænlandsflugi þarf ákvörðun um framlengingu leyfisins að liggja fyrir og hafa borist stjórninni fyrir stjórnarfund sem haldinn verður þann 11. ágúst nk. Ef staðfesting á framlengingu leyfisins liggur ekki fyrir á þeim fundi er hætta á að stjórn félagsins ákveði að hætta fluginu á næstu vikum.
Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að flug þetta hófst hefur þegar komið greinilega í ljós hver lyftistöng það er og mun verða fyrir ferðaþjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu og Norðurlandi. Þá er óhætt að fullyrða, að beint flug frá Akureyri til Kastrupflugvallar opnar nýjar víddir fyrir íbúa á landsbyggðinni og eykur samkeppnishæfni svæðisins á allan hátt."
Bæjarráð samþykkir bókunina.

 

Fundi slitið.