Bæjarráð

4117. fundur 26. júní 2003

2929. fundur
26.06.2003 kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Fræðslunefnd - fundargerð dags. 18. júní 2003
2003060080
Fundargerðin er í 5 liðum
og er lögð fram til kynningar.


2 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 6. júní 2003
2003010023
Fundargerðin er í 3 liðum
og er lögð fram til kynningar.


3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 2. júní 2003
2003010126
Fundargerðin er í 6 liðum
og er lögð fram til kynningar.


4 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-106, en synjar umsókn nr. 03-090.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu á umsókn nr. 03-090.5 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Smárahlíð 18 - 203.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


6 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-012 verði seld á frjálsum markaði og að íbúðum nr. 03-011 og 03-013 verð breytt í leiguíbúðir.


7 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
Lagðar fram upplýsingar dags. í maí 2003 um félagslegar eignaríbúðir sem Akureyrarbær hefur kaupskyldu og/eða forkaupsrétt að.
Afgreiðslu frestað.


8 Impra - Brautargengi 2003 - styrkbeiðni
2003060007
Erindi dags. 30. maí 2003 frá Impru nýsköpunarmiðstöð á Akureyri varðandi námskeið fyrir konur í stofnun og rekstri fyrirtækja.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður Akureyrar styrki þátttöku allt að 15 kvenna frá Akureyri í námskeiðinu með kr. 50.000 fyrir hvern einstakling.


9 Litla kaffistofan ehf. - veitingaleyfi
2003060073
Erindi dags. 20. júní 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Litlu kaffistofunnar ehf., kt. 430603-2130, um rekstur veitingahúss að Tryggvabraut 14, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 Litla kaffistofan ehf. - áfengisveitingaleyfi
2003060034
Með bréfi dags. 5. júní 2003 sækir Sigurveig Árnadóttir, kt. 051065-3799, f.h. Litlu kaffistofunnar ehf., kt. 430603-2130, um leyfi til áfengisveitinga á Litlu kaffistofunni ehf., Tryggvabraut 14, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


11 Arnarauga - áfengisveitingaleyfi
2003060050
Með bréfi dags. 13. júní 2003 sækir Örni Ingi Gíslason, kt. 020645-2459 um leyfi til áfengisveitinga í einkasal, Arnarauga, að Óseyri 6, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


12 Flugleiðahótel hf. - veitinga- og gistileyfi
2003060075
Erindi dags. 18. júní 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Flugleiðahótela hf., kt. 621297-6949, um rekstur Hótel Eddu í heimavist MA, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


13 Inga Mirra Arnardóttir - veitinga- og gistileyfi
2003060078
Erindi dags. 20. júní 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Ingu Mirru Arnardóttur, kt. 160983-3109, um rekstur gistingar á einkaheimili að Hafnarstræti 20, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


14 Sumarstörf - átaksverkefni
2003050045
Lagðar fram niðurstöður könnunar á atvinnuhorfum 17 ára og eldri með lögheimili á Akureyri sumarið 2003. Einnig lögð fram afgreiðsla á úthlutun Atvinnuleysistryggingasjóðs á styrkumsókn um átaksverkefni á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að þeim einstaklingum, sem samkvæmt könnuninni höfðu ekki fengið sumarstarf, verði boðin störf í 6 vikur.


15 Samtök ferðaþjónustunnar - rekstur í opinberu húsnæði
2003060076
Erindi dags. 20. júní 2003 frá Samtökum ferðaþjónustunnar þar sem samtökin skora á allar sveitastjórnir að íhuga vel hvort samkeppnisrekstur sé í opinberu húsnæði í sveitarfélaginu og ef svo er hvaða áhrif hann hefur á rekstur veitinga- og gististaða á staðnum og endurskoða hann.
Lagt fram til kynningar.


16 Ferðaþjónusta í Eyjafirði - stefnumótun
2003060052
Skýrsla dags. 6. júní 2003 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Eyjafirði - framtíðarsýn og leiðir til árangurs. Hægt er að nálgast skýrsluna á www.afe.is.
Lagt fram til kynningar.


17 Markaðsskrifstofa Ferðamála á Norðurlandi - þjónustusamningur
2003060058
Erindi dags. 16. júní 2003 frá Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum við Akureyrarbæ um þjónustusamning við MFN.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Markaðsskrifstofuna.


18 Samþykkt um hundahald á Akureyri
2003060038
Erindi dags. 11. júní 2003 frá Sambandi dýraverndunarfélaga Íslands, SDÍ þar sem bent er á ósamræmi í Samþykkt um hundahald á Akureyri við 10. gr. laga um Dýravernd nr. 15/1994.

Bæjarlögmaður lagði fram minnisblað um málið dags. 24. júní 2003.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að leggja fram tillögu að breytingu á Samþykkt um hundahald á Akureyri.


19 Framlagning ársreiknings
2003040004
Erindi dags. 10. júní 2003 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem áréttað er að fyrri umræða um ársreikning fari ekki fram í sveitarstjórn fyrr en endurskoðunarskýrsla hafi verið kynnt sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.


20 Sumarleyfi bæjarstjóra 2003
2003060081
Bæjarstjóri upplýsti um sumarleyfi sitt 2003.
Í sumarleyfi bæjarstjóra mun Jakob Björnsson formaður bæjarráðs gegna starfi sem staðgengill bæjarstjóra.


21 Afskriftir krafna
2001050150
Fram var lögð tillaga að afskriftum krafna samtals að upphæð kr. 3.264.061.
Bæjarráð staðfestir tillöguna.

 

 

 

Fundi slitið.