Bæjarráð

4306. fundur 11. september 2003

2937. fundur
11.09.2003 kl. 09:00 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Rekstraryfirlit 2003 - menningarmál
2003020002
3. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 4. september 2003.
Bæjarráð vísar liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2003.


2 Rekstraryfirlit 2003 - fræðslu- og uppeldismál
2003020002
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 8. september 2003.
Bæjarráð vísar liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2003.


3 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Keilusíðu 12 L.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


4 Glerá - einkaleyfi til rannsókna og virkjana
2003080030
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 13. ágúst 2003 frá Franz Árnasyni f.h. Norðurorku þar sem óskað er eftir einkaleyfi til rannsókna og virkjana í Glerá.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Norðurorku hf.

Þegar hér var komið mætti Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri Koma á fundinn.

5 Melateigur 1-41 - gatnagerðargjöld og kostnaður vegna götu og opinna svæða
2001050145
Lögð fram tillaga Hermanns Jóns Tómassonar við 12. lið í fundargerð bæjarráðs 21. ágúst 2003 sem bæjarstjórn 2. september sl. vísaði til bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6 Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum 2003
2003090027
Erindi dags. 4. september 2003 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni dagana 25., 29. og 30. september nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir fundi með nefndinni f.h. Akureyrarbæjar.


7 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2003
2003090030
Erindi dags. 4. september 2003 þar sem tilkynnt er um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2003 á Nordica Hotel (áður Hótel Esja) dagana 5. og 6. nóvember 2003.
Lagt fram til kynningar.


8 Safn landabréfa um Ísland
2003040061
Erindi dags. 9. apríl 2003 frá Prof. Dr. Karl-Werner Schulte og Dr. Gisela Schulte-Daxbök þar sem þau vilja ánafna stofnun á Íslandi öllu sínu safni landabréfa og ferðabóka um Ísland, sem er eitt það stærsta í einkaeign, eftir sinn dag.
Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir rausnarlegt boð þeirra og lýsir miklum áhuga á að fá viðbótarupplýsingar um safnið. Einnig lýsir bæjarráð yfir vilja til frekari viðræðna um hvernig hugmyndin geti orðið að veruleika.


9 Landsbanki Íslands - samningur um ráðgjöf um skulda- og áhættustýringu
2003090034
Lagður fram samningur dags. 9. september 2003 milli Akureyrarbæjar og Landsbanka Íslands hf. um ráðgjöf um skulda- og áhættustýringu.
Bæjarráð samþykkir samninginn og veitir fjármálastjóra umboð til að undirrita hann og að eiga í viðskiptum honum tengdum.

Fundi slitið.