Bæjarráð

4073. fundur 12. júní 2003

2928. fundur
12.06.2003 kl. 09:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Hermann Jón Tómasson, varaáheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Aukning hlutafjár í Norðurorku hf.
2003060035
Erindi dags. 5. júní 2003 frá Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir að hluthafafundur verði haldinn í Norðurorku hf. svo fljótt sem auðið er vegna óskar um heimild til hlutafjáraukningar.
Franz Árnason forstjóri Norðurorku og Hákon Hákonarson varaformaður stjórnar Norðurorku mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hluthafafundur í Norðurorku hf. verði haldinn við fyrstu hentugleika.
Bæjarstjóra er falið að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum. Í umboði bæjarstjóra felst heimild til samþykktar á hlutafjáraukningu í Norðurorku hf. að upphæð allt að 50 milljónir króna.2 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-094, en synjar umsóknum nr. 03-092 og 03-099.
Bæjarráð staðfestir fyrri bókun sína vegna umsóknar nr. 03-087 og synjar erindinu.3 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána - endurskoðun júní 2003
2001040015
Lögð fram endurskoðun á reglum um úthlutun viðbótarlána.
Í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun viðbótarlána skal hámarkskaupverð miðað við fjölskyldustærð endurskoðuð í júní og desember ár hvert. Bæjarráð samþykkir fram komnar tillögur dags. 11. júní 2003 um hækkuð hámarksverð. Ekki er um aðrar breytingar á úthlutunarreglunum að ræða.


4 Flugsafnið á Akureyri - styrkbeiðni
2003040057
Erindi dags. 10. apríl 2003 frá Flugsafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir aðstoð Akureyrarbæjar vegna komu nýs safngrips, þ.e. flugvél af gerðinni Boeing 747.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til fyrir liggur væntanlegur samningur menningarmálanefndar og Flugsafnsins.


5 Kaupvangsstræti, milli Hafnarstrætis og Skipagötu - útfærsla á götu
2003020041
4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 28. maí 2003 sem bæjarstjórn 3. júní sl. vísaði til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisráðs.


6 Útleiga húsnæðis í grunnskólum og æskulýðs- og íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar
2003050072
4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 19. maí 2003 og 2. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 27. maí 2003 sem bæjarstjórn 3. júní sl. vísaði til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Fram voru lagðar tillögur að reglum og gjaldskrá fyrir leigu húsnæðis til gistihópa í grunnskólum og æskulýðs- og íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar og skulu þær endurskoðaðar innan árs í ljósi fenginnar reynslu.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat sjá við afgreiðslu.7 Skaðabótamál
2000020084
Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Frímanns Guðmundssonar gegn Akureyrarbæ. Mál nr. E-625/2002.
Bæjarráð samþykkir að una dómi Héraðsdóms.


8 Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2003
2003060036
Erindi dags. 3. júní 2003 frá Árna Sigurjónssyni fh. Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar 20. júní nk. að Borgartúni 37 í Reykjavík.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


9 Glerá 2 - þjónusta sveitarfélagsins við Glerá 2
2003050124
Erindi dags. 26. maí 2003 frá Jónínu Dúadóttur, Glerá 2 v/Hlíðarfjallsveg, þar sem hún óskar svara við spurningum sem varða þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Akureyrar í þéttbýli og dreifbýli.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara bréfritara.


10 Melateigur 1-41 - samkomulag um breytt fyrirkomulag lóðar
2003060015
Erindi dags. 27. maí 2003 frá Hagsmunafélagi húseigenda og íbúa við Melateig á Akureyri varðandi Melateig, gatnagerðargjöld og álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. apríl sl. það varðandi og bókun bæjarráðs frá 8. maí sl. og bréf bæjarlögmanns dags. 21. maí sl.
Bæjarráð væntir þess að sem fyrst verði unnt að kynna stjórn félagsins hugmyndir Akureyrarbæjar að lausn málsins og felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara stjórn hagsmunafélagsins.


11 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga
2002090034
Erindi dags. 4. júní 2003 frá Dalvíkurbyggð varðandi bókun bæjarráðs Akureyrar frá 8. maí sl. vegna ályktunar bæjarstjórnar Ólafsfjarðar frá 30. apríl 2003 um sameiningarmál sveitarfélaga.
Jafnframt er vísað í bókun bæjarráðs Dalvíkurbyggðar frá 8. maí sl. og staðfestingu bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar 13. maí 2003 um að halda eigi áfram viðræðum milli Siglufjarðarkaupstaðar, Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar á grundvelli fyrri samþykkta sveitarstjórna í nefndum sveitarfélögum.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið.