Bæjarráð

4219. fundur 21. ágúst 2003

2934. fundur
21.08.2003 kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Hermann Jón Tómasson, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Dagný Harðardóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - fundargerð dags. 12. ágúst 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.


2 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 12. ágúst 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.


3 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 15. ágúst 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.

Þegar hér var komið mætti Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir á fundinn kl. 09.20.

4 Skólanefnd - fundargerðir dags. 11., 15. og 18. ágúst 2003
Fundargerðin frá 11. ágúst er í 4 liðum.
Fundargerðirnar frá 15. og 18. ágúst eru hvor um sig í 1 lið.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.


5 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 11. ágúst 2003
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.


6 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-014 verði seld á almennum markaði og að íbúð nr. 03-015 verði breytt í leiguíbúð.


7 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Melasíðu 1 - 305.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


8 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán og beiðni um endurupptöku.
Endurupptaka umsóknar nr. 03-116: Bæjarráð synjar umsókninni.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-129, en synjar umsóknum nr. 03-130 og 03-135.9 Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerð dags. 11. ágúst 2003
Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.


10 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fjárhagsáætlun og tillaga að kostnaðarskiptingu sveitarfélaga fyrir árið 2004
2003080037
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 15. ágúst 2003 ásamt fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins og tillögu að kostnaðarskiptingu sveitarfélaga fyrir árið 2004.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2004.


11 Sundfélagið Óðinn - launamál ungra íþróttamanna
2003070014
Lögð fram greinargerð deildarstjóra ÍTA dags. 5. ágúst 2003 vegna fyrirspurnar Sundfélagsins Óðins í bréfi dags. 3. júlí 2003.
Bæjarráð tekur undir tillögur íþrótta- og tómstundafulltrúa og vísar þeim til sviðsstjóra og starfsmannastjóra.


12 Melateigur 1-41 - gatnagerðargjöld og kostnaður vegna götu og opinna svæða
2001050145
Lagt fram bréf dags. 8. ágúst 2003 frá Hagsmunafélagi húseiganda og íbúa Melateigs 1-41 og svarbréf bæjarlögmanns dags. 19. ágúst 2003.
Lagt fram til kynningar.
Hermann Jón Tómasson óskar eftirfarandi bókunar:
"Ég harma þann drátt sem orðið hefur á lausn þessa máls og legg til að sáttatillaga byggð á áliti félagsmálaráðuneytisins verði hið fyrsta lögð fyrir Hagsmunafélag íbúa við Melateig ."13 Glerá - einkaleyfi til rannsókna og virkjana
2003080030
Erindi dags. 13. ágúst 2003 frá Franz Árnasyni f.h. Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir einkaleyfi til rannsókna og virkjana í Glerá.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur bæjarlögmanni að vinna að málinu.

Þegar hér var komið vék Þórarinn B. Jónsson af fundi kl. 11.14.

14 Akureyri Centrum - Internet Café - ósk um samstarf
2003080035
Erindi dags. 15. ágúst 2003 frá Ægi Dagssyni f.h. Akureyri Centrum - Internet Café þar sem farið er fram á viðræður við bæjaryfirvöld um áframhaldandi rekstur á grundvelli samvinnu.
Bæjarráð felur Jóni Birgi Guðmundssyni verkefnisstjóra að eiga viðræður við bréfritara.


15 Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja í samræmi við 51. gr. laga númer 33/2003
2001050124
Fjármálastjóri lagði fram drög að reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja í samræmi við 51. gr. laga númer 33/2003. Lagt er til að reglurnar verði samþykktar og einnig að fjármálastjóri verði regluvörður.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og skipar Dan Brynjarsson fjármálastjóra sem regluvörð.


16 Innheimta lóðarleigu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum
2002080053
Lögð fram til kynningar samantekt lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi heimild sveitarfélaga til þess að innheimta lóðarleigu af heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn FSA um lausn málsins.


17 Grænlandsflug - flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar
2003080016
Ákveðið hefur verið að framlengja heimild Grænlandsflugs til þess að stunda áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar til 31. október 2004.
Bæjarráð fagnar því að samgönguráðuneytið hefur framlengt leyfi Grænlandsflugs til beins flugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar til 31. október 2004. Bæjarráð hvetur til að samningar um nýjan loftferðasamning við Dani verði undirritaðir fljótlega svo tryggja megi áætlunarflug milli Akureyrar og Evrópu sem er mikilvægur þáttur í eflingu Eyjafjarðarsvæðisins sem atvinnu- og ferðaþjónustusvæðis og raunar Norður- og Austurlands alls.

Fundi slitið.