Bæjarráð

4048. fundur 05. júní 2003
2927. fundur
05.06.2003 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
Bæjarstjórn hefir á fundi sínum 3. júní sl. kosið aðal- og varamenn í bæjarráð til eins árs:
Aðalmenn: Varamenn:
Jakob Björnsson, formaður Gerður Jónsdóttir
Þórarinn B. Jónsson Þóra Ákadóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir Jón Erlendsson

Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði frá S-lista er Oktavía Jóhannesdóttir og varaáheyrnarfulltrúi er Hermann Jón Tómasson.

Í upphafi fundar bauð formaður nýtt bæjarráð velkomið til starfa.
Fundartími bæjarráðs var ákveðinn á fimmtudögum kl. 09:00.

1 Staða biðlista eftir leikskóladvöl 2003
2003050003
1. liður í fundargerð skólanefndar 12. maí sl., sem bæjarstjórn 20. maí 2003 vísaði til bæjarráðs til útfærslu vegna fjárhagsáætlunar 2003.
Bæjarráð staðfestir samþykkt skólanefndar um að leikskólarýmum verði fjölgað um 35 á árinu 2003. Um er að ræða 24 rými í leikskólanum Naustatjörn og 11 rými í leikskólanum Kiðagili. Áætluð viðbótarfjárþörf vegna fjölgunarinnar er kr. 6.824.000 og vísar bæjarráð fjármögnun upphæðarinnar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2003.


2 Hraungerði 3 - lóðargjöld
2003040075
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 23. apríl sl. sem bæjarstjórn vísaði aftur til bæjarráðs á fundi sínum þann 6. maí sl.
Minnisblað frá bæjarverkfræðingi og bæjarlögmanni lagt fram. Einnig lagt fram erindi dags. 6. maí 2003 frá Finni Víði Gunnarssyni og Hrefnu Magnúsdóttur þar sem þau óska eftir að Akureyrarbær veiti þeim afslátt af lóðargjöldum vegna kostnaðarauka við jarðvegsskipti.
Það er mat bæjarráðs, að þrátt fyrir ítarlega skoðun þá hafi ekki komið fram ný rök í málinu sem réttlæti að fyrri ákvörðun verði breytt. Erindinu er því hafnað.
Oddur Helgi Halldórsson og Valgerður H. Bjarnadóttir óskuðu bókað að þau sátu hjá við afgreiðslu.3 Erindi frá ÍBA vegna Knattspyrnufélags Akureyrar
2001070088
2. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags 3. júní 2003 - beiðni Knattspyrnufélags Akureyrar um heimild til veðsetningar á félagsheimili sínu og skuldbreytingu lána.
Bæjarráð samþykkir að heimila Knattspyrnufélagi Akureyrar að veðsetja félagsheimili sitt við Dalsbraut vegna breytinga skammtímaskulda í hagstæðari langtímalán.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frágang málsins.4 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-089, en synjar umsókn nr. 03-087.


5 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Vestursíðu 14a.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


6 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-010 verði seld á frjálsum markaði.


7 Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2002 - fundargerð dags. 21. maí 2003
2003050050
Fundargerðin er í 6 liðum
og er lögð fram til kynningar.


8 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 12. maí 2003
2003010126
Fundargerðin er í 7 liðum
og er lögð fram til kynningar.


9 Eyþing - fundargerð dags. 26. maí 2003
2003010005
Fundargerðin er í 8 liðum.
Bæjarráð tekur heilshugar undir bókun stjórnar Eyþings sem fram kemur í 3. lið fundargerðarinnar varðandi staðsetningu Lýðheilsustöðvar á Akureyri.


10 Aðalfundur Eyþings 2003
2003060005
Erindi dags. 27. maí 2003 frá Eyþingi þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings dagana 26.- 27. september 2003 í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar.


11 Unglingavinna 2003 - laun
2003050048
Erindi dags. 22. maí 2003 frá Birni Snæbjörnssyni formanni Einingar-Iðju þar sem óskað er eftir að bæjarráð Akureyrar endurskoði ákvörðun um laun í unglingavinnu og ákveði að fara eftir þeim samningsákvæðum sem Akureyrarbær hefur undirgengist með kjarasamningi við Einingu-Iðju og greiði skv. lágmarkskjörum skv. grein 1.1.3. í kjarasamningi félagsins og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð vísar erindinu til Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og óskar eftir að samráðsnefnd launanefndar og Starfsgreinasamband Íslands fjalli um það.


12 Ráðningar í leikskólum
2003050125
Erindi dags. 28. maí 2003 frá Félagi leikskólakennara þar sem gerðar eru athugasemdir við ráðningar í afleysingar og forfallakennslu í leikskólum Akureyrarbæjar.
Einnig lagt fram minnisblað frá Gunnari Gíslasyni deildarstjóra skóladeildar og Hrafnhildi Sigurðardóttur leikskólafulltrúa dags. 4. júní 2003.
Bæjarráð vísar erindinu til Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og óskar eftir að samráðsnefnd launanefndar og Félag leikskólakennara fjalli um málið.


13 Lántaka Landsvirkjunar - veltilán
2003050108
Erindi dags. 22. maí 2003 frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir samþykki Akureyrarbæjar vegna svokallaðs veltiláns ("Revolving Credit Facility") til að tryggja að Landsvirkjun hafi nægan aðgang að lausafé vegna starfsemi fyrirtækisins á næstu árum.
Með vísan til 1. og 14. gr. laga um Landsvirkjun nr. 42 frá 23. mars 1983 samþykkir bæjarráð lántökuna af hálfu Akureyrarbæjar.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskar bókað að hún sat hjá við afgreiðslu.14 Internetcafé - veitingaleyfi
2003050104
Erindi dags. 21. maí 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Marinós Sveinssonar, kt. 110971-5759, f.h. Sportferða ehf., kt. 590594-2299, um leyfi til að reka greiðasölu (Internetcafé og ferðasala) að Hafnarstræti 94, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


15 Internetcafé - áfengisveitingaleyfi
2003050090
Með bréfi dags. 10. maí 2003 sækir Marinó Sveinsson, kt. 110971-5759, f.h. Sportferða ehf., kt. 590594-2299, um leyfi til áfengisveitinga á Internetcafé að Hafnarstræti 94, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögbðnum skilyrðum.


16 Setrið, Meyjarhofið - veitingaleyfi
2003050105
Erindi dags. 21. maí 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Arnar Ólafssonar, kt. 030369-3439, um leyfi til reksturs næturklúbbs og veitingasölu sem reka á að Sunnuhlíð 12 (Setrið), Akureyri. Hér er um nýjan rekstraraðila að ræða.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en vekur athygli á samþykkt bæjarstjórnar á breytingu á aðalskipulagi vegna næturklúbba. Einnig var bent á bréfaskriftir vegna ólögmætrar notkunar á hluta af húsnæði næturklúbbsins.


17 Setrið - áfengisveitingaleyfi
2003050118
Með bréfi dags. 28. maí 2003 sækir Örn Ólafsson, kt. 030369-3439, um áfengisveitingaleyfi fyrir næturklúbbinn Setrið, Sunnuhlíð 12, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


18 Alþingiskosningar 10. maí 2003
2003030120
Lögð fram skýrsla dags. 21. maí 2003 frá kjörstjórn vegna Alþingiskosninganna sem fram fóru þann 10. maí sl. Í skýrslunni er gerð grein fyrir undirbúningi og framkvæmd kosninganna, kosningaþátttöku o.fl. Þá hrósar kjörstjórn sérstaklega framlagi starfsmanna Akureyrarbæjar, sem unnu að framkvæmd kosninganna.
Lagt fram til kynningar.


19 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga
2002090034
Lagt fram til upplýsinga erindi dags. 20. maí 2003 frá Dalvíkurbyggð þar sem kynntar eru bókanir bæjarráðs Dalvíkurbyggðar sem lýsa vonbrigðum með afstöðu Ólafsfjarðarbæjar til sameiningar sveitarfélaga í Eyjafirði. Þá metur bæjarráð Dalvíkurbyggðar það svo að halda eigi áfram viðræðum milli Siglufjarðar, Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar á grundvelli fyrri samþykkta sveitarstjórna í nefndum sveitarfélögum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


20 Landsmót hestamanna 2006 - Melgerðismelar
2002110022
Erindi dags. 21. maí 2003 frá stjórnum Hestamannafélaganna Léttis og Funa varðandi framlag til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu landsmótsstaðar hestamanna á Melgerðismelum.
Bæjarráð samþykkir að veita hestamannafélögunum fjárframlag að upphæð allt að 9 milljónir króna á þremur árum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Melgerðismelum að því gefnu að landsmót 2006 verði haldið þar.
Bæjarstjóra er falið að ganga til samninga við félögin um framlagið.21 Kirkjugarðar Akureyrar - styrkbeiðni vegna reksturs líkhúss
2003050078
Erindi dags. 28. maí 2003 frá Kirkjugörðum Akureyrar þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna reksturs líkhúss á Akureyri. Erindið er fram komið eftir fund bæjarráðs með formanni stjórnar og framkvæmdastjóra Kirkjugarða Akureyrar í Höfðakapellu fimmtudaginn 22. maí sl.
Alþingi hefur sett skýr lög um rekstur kirkjugarða og skyldur safnaða og sveitarfélaga þar að lútandi. Engum mun falin með lögum sú skylda að hafa með höndum rekstur líkhúss. Færa má rök fyrir því að rekstur líkhúsa sé af sama meiði og rekstur kirkjugarða og því sé eðlilegt að kirkjugarðar annist þann rekstur. Bæjarráð er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafi sem allra fyrst frumkvæði að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Í endurskoðuðum lögum verði skýrt kveðið á um hverjum sé skylt að annast rekstur líkhúsa og þeim aðilum markaðir tekjustofnar sem taka mið af rekstrarkostnaði þeirra.
Í ljósi ofanritaðs getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.22 Uppsögn starfs
2003060003
Erindi dags. 23. maí 2003 frá Elínu Sigrúnu Antonsdóttur þar sem hún segir upp starfi sínu sem verkefnisstjóri/jafnréttisfulltrúi hjá Akureyrarbæ frá og með 1. júní 2003.
Bæjarráð þakkar Elínu fyrir vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.


23 Mjöll - Frigg hf. - eflingarsamningur
2003060012
Lögð fram umsókn, móttekin 3. júní 2003, um gerð eflingarsamnings milli Mjallar - Friggjar og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra vinnslu málsins.


24 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Lagðar voru fram forsendur fjárhagsramma fyrir árið 2004. Forsendur útgjaldaramma markast af samþykktri þriggja ára áætlun 2004-2006, að teknu tilliti til breytinga vegna þegar tekinna ákvarðana svo sem um rekstur nýrra mannvirkja.
Verðlagsforsendur:
Hækkun tekna samkvæmt þriggja ára áætlun 5,08%.
Hækkun launa samkvæmt kjarasamningum 3%.
Hækkun almenns verðlags milli ára 2,5%.
Einnig var lagt fram yfirlit um magnaukningu í rekstri skipt niður á málaflokka.
Þá lagði bæjarstjóri fram tillögu að fjárhagsrömmum fyrir rekstur aðalsjóðs Akureyrarbæjar, stofnana, fyrirtækja og sjóða í A og B hluta fyrir árið 2004.
Samkvæmt tillögunni eru skatttekjur aðalsjóðs áætlaðar 4.053.000 þús. kr., en rekstrargjöld samtals 3.905.888 þús. kr. Heildarútgjöld fyrirtækja og sjóða í A hluta 98.598 þús. kr. og í B hluta 102.336 þús. kr.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 í samræmi við hana.

Fundi slitið.