Bæjarráð

4004. fundur 22. maí 2003

2926. fundur
22.05.2003 kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2003
2003050049
Erindi dags. 13. maí 2003 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. þar sem boðað er til aðalfundar þann 26. maí nk. kl. 16:00 á Hótel KEA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


2 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-080 og 03-082.

Þegar hér var komið fundi mætti Oddur Helgi Halldórsson kl. 09.20.

3 Gatnagerðagjald - Kjarnalundur, Huldugil og Holtateigur
2003050056
Erindi dags. 12. maí 2003 frá Magnúsi P. Skúlasyni, hdl., f.h. Úrbótarmanna ehf. og Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars ehf. þar sem gerðar eru athugasemdir vegna gatnagerðargjalds sem félögunum var gert að greiða vegna úthlutunar á lóðum í Kjarnaskógi, Huldugili og við Holtateig. Vísað er í álit félagsmálaráðuneytisins frá 22. apríl 2003.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og vísar til bókunar í 11. lið fundargerðar bæjarráðs dags.
8. maí sl. þar sem álit félagsmálaráðuneytisins er til umfjöllunar.4 Hátíðartónleikar í Íþróttahöllinni
2003050074
Erindi dags. 19. maí 2003 frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða afslætti á húsaleigu fyrir Íþróttahöllina vegna hátíðartónleikanna 11. maí sl.
Í tilefni 10 ára afmælis Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands samþykkir bæjarráð sérstaka styrkveitingu til hljómsveitarinnar að upphæð kr. 350.000, sem færist af lið "21-815 styrkir bæjarráðs".


5 Bifreiðastöð Norðurlands hf. - beiðni um afsal Akureyrarbæjar á hlutafé sínu
2003040106
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 28. apríl 2003 frá Bifreiðastöð Norðurlands hf. varðandi beiðni um afsal Akureyrarbæjar á hlutafé sínu í Bifreiðastöð Norðurlands hf. til Sérleyfisbifreiða Akureyrar hf., sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 15. maí sl.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að selja hlutafé Akureyrarbæjar í Bifreiðastöð Norðurlands hf.


6 Almenningssamgöngur - áskorun
2003050069
Lögð fram ályktun frá aðalfundi Markaðsstofu Austurlands dags. 25. apríl sl. þar sem skorað er á sveitarstjórnir á Austurlandi og nágrannasvæðunum að þrýsta á stjórnvöld að búa þannig um hnútana að mögulegt verði að halda uppi almenningssamgöngum milli þessara svæða allan ársins hring.
Lagt fram til kynningar.


7 Northern Forum - 6th General Assembly - St. Pétursborg, Rússlandi
2003010147
Lögð fram skýrsla bæjarstjóra og sviðsstjóra þjónustusviðs um fund Northern Forum í St. Pétursborg dagana 23.- 25. apríl sl. Einnig er lögð fram lokayfirlýsing fundarins og fleiri gögn.
Bæjarráð fagnar formlegri inntöku Akureyrarbæjar í samtökin Northern Forum og væntir þess að aðild bæjarfélagsins leiði til enn frekari styrkingar Akureyrar sem miðstöðvar norðurslóðastarfs á Íslandi.


8 Gilfélagið - endurskoðun samninga
2002110023
Lögð fram drög að samningi við Gilfélagið um framkvæmd "Listasumars", umsjón með rekstri og útlánum gestavinnustofu og afnot af húsnæði í eigu Akureyrarbæjar í Kaupvangsstræti 23, í Ketilhúsi og í hluta af kjallara og 1. hæð í Kaupvangsstræti 24.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá samningi við Gilfélagið á grundvelli draganna.


9 Innkaupastjórn - kynning
2003050080
Kynning á starfi við innkaupastjórn. Árni Þór Freysteinsson innkaupastjóri og Jón Bragi Gunnarsson verkefnisstjóri á fjármálasviði mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu næstu verkefni.


10 Ráðningarsamningur við bæjarstjóra dags. 18. júní 2002 - breyting
Frá og með janúar 2003 munu laun bæjarstjóra taka sömu breytingum og laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ, þ.e. m.v. launavísitölu Hagstofu Íslands, en ekki þingfararkaup alþingismanna skv. lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað nr. 88/1995, sem ákveðið er af kjaradómi.


11 Kirkjugarðar Akureyrar - fundur með stjórn
2003050078
Að lokinni annarri dagskrá fór bæjarráð til fundar við stjórn Kirkjugarða Akureyrar samkvæmt beiðni hennar.

Fundi slitið.