Bæjarráð

3985. fundur 15. maí 2003

2925. fundur
15.05.2003 kl. 09:00 - 10:34
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Athvarf fyrir geðfatlaða
2000100010
7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 5. maí 2003 varðandi rekstur Lautar.
Bæjarráð heimilar að gengið verði til samninga við Rauða Kross Íslands um framhald á rekstri Lautar.


2 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
1. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 10. apríl 2003 sem bæjarstjórn vísaði aftur til bæjarráðs á fundi sínum þann 6. maí sl.
Guðmundur Sigvaldason mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti bæjarráði hvað í friðlýsingunni felst. Þá gerði Guðmundur einnig grein fyrir samningi milli Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar um umsjón og rekstur fólkvangs í Krossanesborgum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu náttúruverndarnefndar.


3 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 12. maí 2003
2003010006
Fundargerðin er í 5 liðum
og er lögð fram til kynningar.


4 Hafnasamlag Norðurlands - 6. ársfundur
2003050050
Lagt fram fundarboð móttekið 14. maí 2003 frá Hafnasamlagi Norðurlands þar sem boðað er til
6. ársfundar í hafnarhúsinu, 21. maí 2003 kl. 16:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


5 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-077 og 03-079.


6 Aðalfundur Málræktarsjóðs 2003
2003050025
Erindi dags. 5. maí 2003 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur sjóðsins verður haldinn 13. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson, kt. 290648-2179 sem fulltrúa Akureyrarbæjar og Þórgný Dýrfjörð, kt. 161267-5119 sem varamann.


7 Norðlenska - eignarlóðir á Oddeyrartanga
2003050024
Erindi dags. 5. maí 2003 frá Norðlenska ehf. þar sem Akureyrarbæ eru boðnar eignarlóðir fyrirtækisins á Oddeyrartanga til kaups.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni í samvinnu við hafnarstjóra að taka upp viðræður við bréfritara.


8 Bifreiðastöð Norðurlands hf. - beiðni um afsal Akureyrarbæjar á hlutafé sínu
2003040106
Erindi dags. 28. apríl 2003 frá Bifreiðastöð Norðurlands hf. varðandi beiðni um afsal Akureyrarbæjar á hlutafé sínu í Bifreiðastöð Norðurlands hf. til Sérleyfisbifreiða Akureyrar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


9 Menningarhús á Akureyri
1999110102
Erindi dags. 9. maí 2003 frá menntamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um skipun tveggja fulltrúa ráðuneytisins í verkefnisstjórn vegna byggingar menningarhúss. Gert er ráð fyrir að Akureyrarbær skipi tvo fulltrúa og verði annar þeirra formaður verkefnisstjórnar og boði til fyrsta fundar hennar.
Bæjarráð vísar tilnefningunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


10 Unglingavinna 2003 - laun
2003050048
Lögð fram tillaga varðandi laun 14 og 15 ára unglinga sumarið 2003.
Laun 16 ára unglinga eru ákveðin í kjarasamningi Einingar-Iðju við Akureyrarbæ.
Laun fyrir 14 og 15 ára hafa undanfarin ár tekið sömu hækkunum og laun 16 ára.
Samkvæmt því er lagt til að laun þeirra hækki um 3% frá síðasta ári og verði:
14 ára kr. 302,43 (orlof innifalið) - var árið 2002 kr. 293,62
15 ára kr. 345,64 (orlof innifalið) - var árið 2002 kr. 335,57.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


11 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2003
2003050045
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra þjónustusviðs varðandi sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2003.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að láta gera könnun í byrjun júní nk. á því hversu margir eru þá enn án atvinnu og hefja undirbúning að því að tryggja 17 ára og eldri með lögheimili á Akureyri 6 vikna vinnu í sumar. Niðurstaða könnunarinnar verði lögð fyrir bæjarráð og í framhaldi tekin ákvörðun um átaksverkefni í sumar.


12 Lánsumsóknir 2003 - Lánasjóður sveitarfélaga
2003010044
Lagt fram bréf dags. 8. maí 2003 frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um lánveitingu til Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir lántöku hjá Lánasjóðnum vegna skóla- og íþróttamannvirkja samtals að upphæð kr. 143 milljónir.


13 Bæjarsjóður Akureyrar og stofnanir - yfirlit um rekstur 2003
2003050046
Yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar og stofnana janúar - mars 2003.
Lagt fram til kynningar.


14 Fjárhagsáætlunarferli fyrir árið 2003
2003040030
Teknar fyrir að nýju tillögur að tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunarferli á árinu 2003 vegna fjárhagsáætlunar ársins 2004. Áður á dagskrá bæjarráðs 23. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar.


15 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Lögð fram drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2004.

Fundi slitið.