Bæjarráð

3963. fundur 08. maí 2003

2924. fundur
08.05.2003 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Eyþing - fundargerð dags. 14. apríl 2003
2003010005
Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.


2 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 16. apríl 2003
2003010006
Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.


3 Héraðsráð Eyjafjarðar - fundargerð dags. 9. apríl 2003
2003040103
Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.


4 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð dags. 4. desember 2002
2002080069
Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.


5 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2003
2003040097
Erindi dags. 23. apríl 2003 þar sem boðað er til vorfundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar á Akureyri
11. júní nk.
Einnig lagður fram Ársreikningur Héraðsnefndar Eyjafjarðar fyrir árið 2002.
Lagt fram til kynningar.


6 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-008 verði seld á frjálsum markaði og að íbúð nr. 03-009 verði breytt í leiguíbúð.


7 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-071, 03-072 og 03-074.


8 Globodent - færsla á eignarhaldi til Íslands
2003040081
Erindi dags. 16. apríl 2003 frá Globodent þar sem óskað er eftir athugasemdum frá hluthöfum, vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu á eignarhaldi hlutafjár frá Hollandi til Íslands.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við yfirfærsluna.


9 Minningarsjóður Maríu Kristínar Stephensen - ný skipulagsskrá
2003040120
Erindi dags. 28. apríl 2003 frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu varðandi nýja skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Maríu Kristínar Stephensen. Farið er fram á að bæjarstjórn Akureyrar skipi einn mann í stjórn sjóðsins.
Bæjarráð tilnefnir Laufeyju Petreu Magnúsdóttur, kt. 070762-3589 sem fulltrúa sinn.


10 Kiwanis - styrkbeiðni v/reiðhjólahjálma
2003050009
Erindi dags. 8. apríl 2003 frá Kiwanisklúbbunum Emblu og Kaldbaki. Klúbbarnir munu gefa öllum
7 ára börnum reiðhjólahjálma og leita af því tilefni til Akureyrarbæjar eftir styrk.
Bæjarráð samþykkir 100.000 kr. styrk til verkefnisins.


11 Melateigur - gatnagerðargjöld
2001050145
Fram var lagt álit félagsmálaráðuneytisins dags. 22. apríl 2003 skv. 102. gr. sveitarstjórnarlaga vegna skipulags í Melateig.
Bjarni Reykjalín deildarstjóri umhverfisdeildar og Guðmundur Jóhannsson formaður umhverfisráðs mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að vinna tillögu að úrlausn málsins á grundvelli álits félagsmálaráðuneytisins og verði þeirri vinnu hraðað svo sem kostur er. Tillagan komi fyrir bæjarráð til afgreiðslu og verði unnin í samvinnu við ráðuneytið og Skipulagsstofnun.


12 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga
2002090034
Lögð fram ályktun dags. 30. apríl 2003 frá bæjarstjórn Ólafsfjarðar varðandi sameiningarmál sveitarfélaga þar sem bent er á möguleikann á sameiningu þriggja sveitarfélaga, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Dalvíkurbyggðar.
Bæjarráð undrast afstöðu bæjarstjórnar Ólafsfjarðar og felur bæjarstjóra að kanna viðbrögð Siglufjarðarkaupstaðar og Dalvíkurbyggðar.13 Grænlandsflug - mótframlag við markaðsherferð
2003050020
Erindi dags. 6. maí 2003 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir mótframlagi við markaðsherferð Air Greenland á Íslandi.
Bæjarráð gefur fyrirheit um styrkveitingu allt að 1 milljón kr. og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


14 NOVU 2003 - vinabæjamót í Västerås
2003050015
Erindi dags. 16. apríl 2003 frá Västerås þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa bæjarstjórnar til Västerås dagana 23.- 29. júní nk.
Bæjarstjóri mun tilnefna fulltrúa.


15 Umhverfisvæn innkaup og útboð
2002120094
3. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 19. desember 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum þann 21. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær verði skráður í evrópska tengslanetið BIG-Net, sem eru samtök sveitarfélaga í Evrópu um umhverfisvæn innkaup. Innkaupastjóra er falið að vera tengiliður bæjarins við tengslanetið.


16 Endurskoðun stofnanasamnings hjúkrunarfræðinga við Heilsugæslustöðina á Akureyri
2002090038
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 28. apríl sl. Oktavía Jóhannesdóttir óskaði bókað að hún hefði spurst fyrir um stöðu þessa máls.
Málið er í vinnslu hjá kjarasamninganefnd.


Þegar hér var komið vék Valgerður H. Bjarnadóttir af fundi kl. 11.30.

17 Leikfélag Akureyrar - ósk um samningaviðræður
2000010070
Inn á fund bæjarráðs barst erindi dags. 7. maí 2003 undirritað af Valgerði H. Bjarnadóttur formanni Leikfélags Akureyrar, þar sem óskað er eftir samningaviðræðum vegna endurnýjunar samnings Akureyrarbæjar við Leikfélag Akureyrar.
Bæjarráð tilnefnir Dan Jens Brynjarsson, Odd Helga Halldórsson og Þórarinn. B. Jónsson í viðræðuhóp við LA.


Fundi slitið.