Bæjarráð

4252. fundur 28. ágúst 2003

2935. fundur
28.08.2003 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Dagný Harðardóttir
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Náttúruverndarnefnd - fundargerð dags. 21. ágúst 2003
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.


2 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 21. ágúst 2003
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.


3 Menningarmálanefnd - fundargerð dags. 21. ágúst 2003
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður: Rekstraryfirlit 2003 - félagssvið. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
6. liður: Samningar Menningarsjóðs við félög og aðila um menningarstarf. Bæjarráð samþykkir samninginn.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.4 Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 22. ágúst 2003
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.


5 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 25. ágúst 2003
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.


6 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 25. ágúst 2003
Fundargerðin er í 8 liðum.
2. liður: Rekstraryfirlit 2003 - félagssvið. Bæjarráð vísar liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
3. liður: Athvarf fyrir geðfatlaða - samningur um rekstur Lautar. Bæjarráð samþykkir samninginn.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.7 Skólanefnd - fundargerð dags. 25. ágúst 2003
Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður: Skólaakstur vegna grunnskóla - samningur. Meiri hluti bæjarráðs samþykkir samninginn.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann er á móti afgreiðslunni og jafnframt eftirfarandi:
"Ég tel að semja hefði átt við SBA á grundvelli tilboðs þeirra. Í útboði átti verð að gilda 50% og aðrir þættir svo sem reynsla, bílstjórar og góð þjónusta 50%".
4. liður: Tónlistarskólar Reykjavíkur - nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar bæjarráðs.8 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á íbúð nr. 03-016, en samþykkir að íbúðir nr. 03-017 og 03-018 verði seldar á almennum markaði.


9 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Endurupptaka umsóknar nr. 03-130. Meiri hluti bæjarráð staðfestir fyrri ákvörðun sína og hafnar erindinu.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað:
"Í ljósi félagslegra aðstæðna vildi ég verða við beiðni viðkomandi."
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-141 og 03-145, en synjar umsókn nr. 03-147.10 Ein með öllu - verslunarmannahelgin 2003
2003070011
Svör hafa borist frá öllum þeim aðilum sem leitað var til með bréfi formanns bæjarráðs dags.
8. ágúst 2003 vegna verslunarmannahelgarinnar:
Vinum Akureyrar / Fremri kynningarþjónustu ehf.
Skátafélaginu Klakki
Sýslumanninum á Akureyri / Lögreglunni á Akureyri
Tækni- og umhverfissviði
Félagssviði / barnaverndarmál
Ragnari Hólm Ragnarssyni, tengilið Akureyrarbæjar
Slysa- og bráðamóttöku FSA.
Einnig lögð fram ályktun áfengis- og vímuvarnanefndar í 9. lið fundargerðar frá 21. ágúst 2003.
Í bréfi formanns bæjarráðs frá 8. ágúst sl. segir m.a. "bæjarráð mun fyrir hönd Akureyrarbæjar fjalla um og meta hvernig til tókst um framkvæmd hátíðarinnar "Ein með öllu" um nýliðna verslunarmannahelgi. Því er nauðsynlegt að hafa tiltækt álit þeirra sem á einhvern hátt komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar". Þá segir í bréfinu, "einnig verður íbúum gefinn kostur á að koma áliti sínu á framfæri óski þeir þess".
Akureyrarbær hefur mótað stefnu í fjölskyldu- og forvarnamálum. Í þeirri stefnu er lögð mikil áhersla á að gera allar kringumstæður sem hagstæðastar fyrir börn og unglinga og uppalendur þeirra. Af þeim sökum m.a. lögðust bæjaryfirvöld gegn hátíðum eins og "Halló Akureyri" en ákváðu að styðja fjölskylduskemmtanir í staðinn.
Af greinargerðum um hátíðina "Ein með öllu" má draga þá ályktun að við undirbúning hátíðarinnar hafi aðstandendur hennar með auglýsingum sínum höfðað um of til annars markhóps en fjölskyldufólks. Þar sem ljóst er að "samsetning" hátíðargesta hefur mikil áhrif á framkvæmd og framvindu hátíðarinnar mun bæjarráð skoða þetta atriði frekar. Þá er ljóst að rekstur tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti á hátíðum sem "Einni með öllu" þarfnast endurskoðunar og felur bæjarráð framkvæmdaráði að taka það mál til umfjöllunar og leggja fram tillögu til úrbóta eða breytinga.
Þá ákveður bæjarráð að láta framkvæma viðhorfskönnun meðal bæjarbúa til hátíðarinnar. Þegar hún liggur fyrir verður málið tekið fyrir að nýju.11 Félagsstofnun stúdenta á Akureyri - tilnefning fulltrúa í stjórn
2003080064
Erindi dags. 26. ágúst 2003 þar sem Félagsstofnun stúdenta á Akureyri óskar eftir tilnefningu Akureyrarbæjar í stjórn stofnunarinnar.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem fulltrúa sinn.


12 Reglur um þátttöku Akureyrarbæjar við uppgröft og fyllingar á lóðum með mikið jarðvegsdýpi í þegar byggðum og grónum hverfum
2003070059
Fram var lögð tillaga sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og bæjarlögmanns að reglum um þátttöku Akureyrarbæjar í uppgreftri og fyllingu lóða þar sem jarðvegsdýpi er mikið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


13 Northern Periphery
2003020142
Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri KOMA mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi afgreiðslu umsóknar um verkefnið "BRANDR".

Fundi slitið.