Bæjarráð

3929. fundur 23. apríl 2003

Bæjarráð - Fundargerð
2923. fundur
23.04.2003 kl. 16:00 - 19:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Úthlutun almennra kennslustunda 2003-2004
2003040043
3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 14. apríl 2003.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við þann fjölda kennslustunda sem skólanefnd gerir ráð fyrir í úthlutun sinni, en felur nefndinni að leita allra leiða til að áætlaður viðbótarkostnaður rúmist innan fjárhagsramma ársins.


2 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 17. mars 2003
2003010023
Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.


3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 7. apríl 2003
2003010126
Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.


4 Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra - hreinsun og losun rotþróa
2003010126
Erindi dags. 15. apríl 2003 frá heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar varðandi drög að samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti.


5 Alþingiskosningar 10. maí 2003
2003030120
Erindi dags. 14. apríl 2003 frá kjörstjórn varðandi tillögu um að kjörstaður á Akureyri verði í Oddeyrarskóla, bænum verði skipt í 9 kjördeildir og að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild. Ákveðið hefur verið að talning atkvæða fari fram í KA-heimilinu.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjörstjórnar.


6 Norðurorka hf. - aðalfundur
2003040047
Erindi dags. 8. apríl 2003 frá Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 2. maí 2003
kl. 16:00 í fundarsal Norðurorku hf., Rangárvöllum, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


7 Landsvirkjun - lántaka á markaði í Þýskalandi
2003040060
Erindi dags. 8. apríl 2003 frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir samþykki Akureyrarbæjar vegna lántöku á markaði í Þýskalandi.
Bæjarráð samþykkir lántökuna.


8 Hraungerði 3 - dýpt lóðar
2003040075
Erindi dags. 15. apríl 2003 frá Finni Víði Gunnarssyni og Hrefnu Magnúsdóttur þar sem þau óska eftir þátttöku Akureyrarbæjar í kostnaði vegna jarðvegsskipta á lóðinni að Hraungerði 3, þar sem jarðvegsdýpt reyndist mun meiri en mælt hafði verið.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram minnisblað dags. 23. apríl 2003 um málið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Þegar hér var komið mætti Valgerður H. Bjarnadóttir til fundar kl. 17.00.

9 Sorpáætlun fyrir Eyjafjörð - 2003-2006
2003040072
Erindi dags. 8. apríl 2003 frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. þar sem óskað er eftir áliti Akureyrarbæjar á skipulagi sorphirðu og -förgunar í Eyjafirði, meginlínum og sorpáætlun fyrir Eyjafjörð 2003-2006 (uppkast).
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs til umsagnar.


10 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - breytingar á starfsemi
2003010013
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 17. mars 2003 frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem frestað var á fundi bæjarráðs 27. mars sl., þar sem óskað er afstöðu bæjarráðs til fram kominna tillagna um breytingar á félaginu.
Bæjarráð styður þær breytingar sem stjórn AFE lagði til og fjallað var um á samráðsfundi eigenda þann 14. mars 2003 og lýsir yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi. Jafnframt styður bæjarráð að AFE hætti rekstri ferðamálasviðs og eigendur sameinist um stofnun Markaðsskrifstofu Norðurlands.
Stuðningur við breytingar AFE er háður áframhaldandi þátttöku aðildarsveitarfélaga og að samstaða náist um verkefni, rekstur og stjórnun.


11 Félagsstofnun stúdenta á Akureyri - Ársreikningur 2002
2003040065
Ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2002 lagður fram til kynningar.12 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga
2002090034
Bréf frá Dalvíkurbyggð dags. 8. apríl 2003, þ.e. bókun bæjarráðs Dalvíkurbyggðar 27. mars sl. varðandi sameiningarmál á Eyjafjarðarsvæðinu.
Lagt fram til kynningar.


13 Iðnaðarsafn, framkvæmdir á Krókeyri - fjárveiting flutt milli ára
2001050080
5. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 11. apríl 2003.
Formaður bæjarráðs lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
"Bæjarráð samþykkir að fjárveiting að upphæð kr. 10 milljónir til framkvæmda við Iðnaðarsafn á Krókeyri verði tekin upp á árinu 2003. Fjárveitingunni verði mætt með skerðingu á veltufé. Fjárveiting sömu upphæðar, sem gert er ráð fyrir á árinu 2004 samkvæmt þriggja ára áætlun, falli niður."
Bæjarráð samþykkir bókunina.


14 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-007 verði seld á frjálsum markaði.


15 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lögð fram umsókn um veitingu viðbótarláns.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-069.


16 Fjárhagsáætlunarferli á árinu 2003
2003040030
Teknar fyrir að nýju tillögur að tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunarferli á árinu 2003 vegna fjárhagsáætlunar ársins 2004. Áður á dagskrá bæjarráðs 10. apríl sl.
Afgreiðslu frestað.


17 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2002
2003040004
Tekinn fyrir Ársreikningur Akureyrarbæjar 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu á fundi sínum 15. apríl sl.
Í fjárhagsáætlun ársins 2002 var gert ráð fyrir 500 milljóna króna framlagi Framkvæmdasjóðs til aðalsjóðs. Við gerð ársreiknings var fallið frá þessar millifærslu og upphæðin er því til síðari ráðstöfunar úr Framkvæmdasjóði.
Bæjarráð vísar Ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.


18 Rannsóknarhús fyrir Háskólann á Akureyri - stofnun einkahlutafélags um byggingu og rekstur
2002030092
Tekin til umræðu stofnun einkahlutafélags vegna byggingar og reksturs rannsóknarhúss fyrir Háskólann á Akureyri vegna hugsanlegrar aðildar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð, sem stjórn Framkvæmdasjóðs Akureyrar, samþykkir þátttöku í stofnun einkahlutafélags vegna tilboðsgerðar, byggingar og reksturs rannsóknarhúss fyrir Háskólann á Akureyri. Hlutafjárframlag sjóðsins nemi einni milljón króna. Fjármálastjóra og bæjarlögmanni er veitt umboð til frágangs og undirritunar nauðsynlegra skjala fyrir hönd Akureyrarbæjar vegna stofnunar félagsins. Þá er fjármálastjóra einnig falið að fara með umboð Framkvæmdasjóðs á stofnfundi félagsins.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.

Í lok fundar óskaði formaður fundarmönnum gleðilegs sumars og þakkaði samstarfið í vetur og aldursforseti óskaði formanni þess sama.

Fundi slitið.