Bæjarráð

3900. fundur 10. apríl 2003

2922. fundur
10.04.2003 kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Markaðssetning á fyrirtækjamarkaði
2002120007
Fulltrúar atvinnumálanefndar þau Sigrún Björk Jakobsdóttir og Guðmundur Ómar Guðmundsson ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur frá IMG mættu á fund bæjarráðs og kynntu tillögur vinnuhóps um markaðssetningu á fyrirtækjamarkaði.
Bæjarráð þakkar vinnuhópnum og öðrum þeim sem að verkinu komu fyrir vel unnin störf og vísar tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-006 verði seld á frjálsum markaði.


3 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-061.


4 Fjárhagsáætlunarferli á árinu 2003
2003040030
Sviðsstjóri fjármálasviðs lagði fram tillögu að tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunarferli á árinu 2003 vegna fjárhagsáætlunar ársins 2004.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra fjármálasviðs falið að leggja endanlegar tillögur fyrir bæjarráð síðar í mánuðinum.


5 Menningarhús á Akureyri - samkomulag
1999110102
Fram var lagt samkomulag dags. 7. apríl 2003 milli menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar vegna byggingar menningarhúss á Akureyri.
Bæjarráð staðfestir samkomulagið.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.6 Samningur um menningarmál á Akureyri
2000010033
Fram var lagður samningur dags. 7. apríl 2003 vegna samstarf ríkisins og Akureyrarbæjar um menningarmál á Akureyri.
Bæjarráð staðfestir samninginn.


7 Önnur mál
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann ræddi útboðsmál.

Fundi slitið.