Bæjarráð

3881. fundur 03. apríl 2003

2921. fundur
03.04.2003 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Snjótroðari í Hlíðarfjall
2002110061
Erindi dags. 31. mars 2003 frá Vélaveri hf. þar sem framlengdur er gildistími tilboðs til
30. nóvember 2003 vegna kaupa á snjótroðara í Hlíðarfjall.
Bæjarráð samþykkir að staðfesta við Vélaver hf., umboðsaðila Prinoth Srl., pöntun á snjótroðara
í samræmi við fyrri tillögur og samþykktir íþrótta- og tómstundaráðs og stjórnar Vetraríþrótta- miðstöðvar Íslands.2 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga
2002090034
Lögð fram tillaga dags. 28. mars 2003 frá bæjarstjórn Siglufjarðar vegna sameiningarviðræðna sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu.
Lagt fram til kynningar.


3 Sóknarnefndir Lögmannshlíðarsóknar og Akureyrarkirkju - styrkbeiðni
2003030162
Erindi dags. 25. mars 2003 frá sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar og sóknarnefnd Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk til bæjarráðs.
Í fjárhagsáætlun ársins (05-8186) er gert ráð fyrir styrkveitingum til sóknanna að upphæð
kr. 600.000 til hvorrar um sig.
Bæjarráð heimilar útborgun styrkjanna.


4 Hlíðarendi - kaup á landi vegna framkvæmda skipulags
2002120051
Lagt fram minnisblað dags. 1. apríl sl. frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs varðandi kaup
á landi.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga til samninga við landeiganda Baldur Halldórsson um kaup á spildu úr landi jarðarinnar Hlíðarenda á grundvelli minnisblaðsins.


5 Innkaup og útboð
2003040009
Innkaup og útboð Akureyrarbæjar. Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.


6 Ráðningar starfsmanna
2003040008
Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Til kynningar.


7 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Helgamagrastræti 53, íbúð 401.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


8 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-058, en synjar umsókn nr. 03-049.


9 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2002
2003040004
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2002 lagður fram.
Endurskoðendurnir Arnar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sat bæjarfulltrúi Gerður Jónsdóttir fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.