Bæjarráð

3860. fundur 27. mars 2003

2920. fundur
27.03.2003 kl. 09:00 - 10:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Jarðgöng til Siglufjarðar
2003030148
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 24. mars 2003 varðandi fyrirhugaða jarðgangagerð til Siglufjarðar.
Erindið er lagt fram til kynningar.


2 Sumarvinna unglinga og fatlaðra 2003
2003030089
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 21. mars sl. varðandi sumarvinnu unglinga, unglingavinnu og sumarvinnu fatlaðra.
Bæjarráð samþykkir að allir þeir 14, 15 og 16 ára unglingar svo og fatlaðir einstaklingar með lögheimili á Akureyri, sem sækja um sumarvinnu hjá Akureyrarbæ á komandi sumri eigi kost á vinnu með sama hætti og undanfarin ár.


3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 10. mars 2003
2003010126
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.


4 Eyþing - fundargerð dags. 28. febrúar 2003
2003010005
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.


5 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 19. mars 2003
2002010021
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég treysti Norðurorku fyllilega til að yfirtaka Eignarhaldsfélagið Rangárvelli. Hins vegar finnst mér að eðlilegra hefði verið að rekstur allra fasteigna Akureyrarbæjar væru á sama stað og í höndum Fasteigna Akureyrarbæjar."


6 Farfuglaheimilið Stórholt 1 - gistileyfi
2003030128
Erindi dags. 20. mars 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Friðriks Fabricius Karlssonar, kt. 050750-3619, um leyfi til að reka gistiheimili að Stórholti 1, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs gistiheimilis verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Bugðusíða 1 - uppkaup lóðar
2002120086
Lagt fram samkomulag milli Akureyrarbæjar og Sjálfsbjargar Akureyri um lóð að Bugðusíðu 1.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.


8 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - breytingar á starfsemi
2003010013
Erindi dags. 17. mars 2003 frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þar sem óskað er afstöðu bæjarráðs til fram kominna tillagna um breytingar á félaginu.
Afgreiðslu frestað.


9 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-049, en frestar afgreiðslu á umsókn nr. 03-054.


10 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-005 verði seld á frjálsum markaði.

Fundi slitið.