- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fyrir fjölmiðla
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Auglýst störf og sumarstörf
2919. fundur |
20.03.2003 kl. 09:00 - 11:28 |
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi |
Nefndarmenn: | Starfsmenn: | ||
![]() |
Jakob Björnsson, formaður Þórarinn B. Jónsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Oddur Helgi Halldórsson Oktavía Jóhannesdóttir Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi |
![]() |
Kristján Þór Júlíusson Sigríður Stefánsdóttir Dan Jens Brynjarsson Ármann Jóhannesson Karl Guðmundsson Inga Þöll Þórgnýsdóttir Jón Birgir Guðmundsson Heiða Karlsdóttir, fundarritari |
![]() |
![]() |
1 Golfklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni 2003020132 7. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 25. febrúar sl. sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á þann 13. mars sl. Á grundvelli samnings við Golfklúbb Akureyrar, sem gerður var 3. október 2001 hafnar bæjarráð gerð sérstaks samstarfssamnings vegna kaupa á tilgreindri flatarsláttuvél. Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu. 2 Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2003 2003030059 Ódags. erindi frá framkvæmdastjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 4. apríl nk. á Stássinu, Greifanum, kl. 15:00. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum. 3 Tækifæri hf. - aðalfundur 2003 2003030078 Erindi dags. 12. mars 2003 frá sjóðsstjóra Tækifæris hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 26. mars nk. að Strandgötu 3, 3. hæð, kl. 14:00. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum. 4 2003 ehf. - veitingaleyfi 2003030077 Erindi dags. 11. mars 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ævars Þórs Bjarnasonar f.h. 2003 ehf., kt. 620103-2760, um leyfi til að reka veitingahús að Geislagötu 7. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingahúss verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum. 5 Gersemi Þröstur ehf. - veitingaleyfi 2003030087 Erindi dags. 13. mars 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gersemi Þrastar ehf., kt. 520556-0289, um leyfi til reksturs veitingasölu í París, Hafnarstræti 96, Akureyri. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingasölu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum. 6 Leikskólar Akureyrarbæjar - ráðningarferli starfsmanna 2003030079 Erindi dags. 10. mars 2003 frá Björgu Sigurvinsdóttur leikskólastjóra Lundarsels, Kristlaugu Þórhildi Svavarsdóttur leikskólastjóra Iðavalla og Sigrúnu Jónsdóttur leikskólastjóra Pálmholts þar sem núverandi ráðningarferli starfsmanna í leikskólum Akureyrarbæjar er gagnrýnt. Meiri hluti bæjarráð fellst ekki á rökstuðning leikskólastjóranna fyrir því að leikskólar Akureyrarbæjar ættu að vera undanþegnir gildandi samþykkt bæjarstjórnar um ráðningarferli starfsmanna og hafnar því erindinu. Oktavía Jóhannesdóttir greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni og óskar eftirfarandi bókunar: "Undirrituð hefur frá upphafi verið andvíg núverandi fyrirkomulagi við mannaráðningar hjá Akureyrarbæ og telur stjórnendur deilda og stofnana best fallna til að taka ákvarðanir um mannahald." 7 Vikudagur - auglýsingar 2003030058 Erindi dags. 10. mars 2003 frá Hjörleifi Hallgríms f.h. Vikudags varðandi auglýsingamál. Akureyrarbær ver árlega verulegum fjárhæðum til birtingar auglýsinga af ýmsu tagi. Sömu skyldur um ráðdeild og hagsýni hvíla á herðum starfsmanna Akureyrarbæjar við ráðstöfun þessa fjármagns sem og annars sem þeir bera ábyrgð á. Bæjarráð telur því ekki unnt að fyrirskipa um skilyrðislausa birtingu auglýsinga í Vikudegi umfram aðra fjölmiðla. 8 Húsaleigubætur - athugasemdir 2003010051 Erindi dags. 10. mars 2003 frá Huldu Eggertsdóttur þar sem hún óskar eftir að umsókn hennar til húsaleigubóta verði tekin til endurskoðunar. Á fundi bæjarráðs þann 16. janúar sl. var umsókn hennar hafnað. Bæjarráð vísar til afgreiðslu sinnar og rökstuðnings í 1. lið fundargerðar frá 16. janúar sl. og hafnar erindinu. 9 Rannsóknarhús við Háskólann á Akureyri - bygging 2002030092 Lagðar fram upplýsingar um stöðu mála og hugsanlega aðild Akureyrarbæjar. Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann tók ekki þátt í umræðum. 10 Viðbótarlán - 2003 2003010046 Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána. Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-047 og 03-048, en synjar umsókn nr. 03-043. Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu á umsóknum nr. 03-047 og 03-048. Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu á umsókn nr. 03-043. 11 Skuldabréfaútboð Akureyrarbæjar 2003 2003030041 Tilboð í 1000 milljón króna útboð Akureyrarbæjar lagt fram. Um er að ræða lántöku innan ramma fjárhagsáætlunar ársins. Fram var lagt minnisblað frá fjármálastjóra dags. 18. mars 2003 vegna útboðs á umsjón með útgáfu skuldabréfanna. Tilboð bárust frá eftirtöldum: Íslandsbanka hf. Búnaðarbanka Íslands hf. Kaupþingi banka hf. Íslenskum verðbréfum hf. Íslenskum verðbréfum hf. - frávikstilboð Landsbanka Íslands hf. Bæjarráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, Íslandsbanka hf. |
![]() |
Fundi slitið. |