Bæjarráð

3821. fundur 13. mars 2003

2918. fundur
13.03.2003 kl. 09:00 - 12:29
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Ættir Akureyringa - rannsóknarverkefni
2003030054
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. mars 2003 vegna rannsóknarverkefnisins "Ættir Akureyringa".
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.


2 Heimaþjónusta - gjaldskrá
2003030036
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. mars 2003 þar sem lögð var fram tillaga að breytingu á gjaldskrá heimaþjónustu.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.


3 Tómstundastarf aldraðra - gjaldskrá
2003030035
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. mars 2003 þar sem lögð var fram tillaga að breytingu gjaldskrár.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.


4 Ferlibifreið - aukafjárveiting
2003030006
4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 7. mars 2003 varðandi aukafjárveitingu til kaupa á bifreið fyrir ferliþjónustuna.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og vísar fjárveitingu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


5 Golfklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni
2003020132
7. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 25. febrúar sl. sem bæjarstjórn vísaði á fundi sínum þann 4. mars sl. til bæjarráðs. Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6 Síðuskóli - íþróttahús, stækkun
2003030050
Erindi dags. 6. mars 2003 frá Íþróttabandalagi Akureyrar þar sem fram kemur ályktun frá formannafundi ÍBA 4. mars sl. varðandi hönnun íþróttahúss Síðuskóla og einnig ítrekun á fyrri ábendingum um að Íþróttabandalagið eigi fulltrúa í bygginganefndum þeirra mannvirkja sem íþróttahreyfingin á síðan að hafa afnot af.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar eftirfarandi bókunar:
"Ég er sammála ályktun ÍBA og tek undir með þeim að nauðsynlegt sé að breikka húsið til þess að það nýtist sem best."7 Aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins
2003030015
Erindi dags. 3. mars 2003 frá Bergi Þorra Benjamínssyni varðandi framvindu aðgerðaráætlunar vegna bætts aðgengis fatlaðra að helstu stofnunum bæjarins. Einnig lagt fram erindi dags. 3. mars 2003 frá sama aðila til Fasteigna Akureyrarbæjar varðandi aðgengi að Boganum (mál nr. 2003030016).
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, umhverfisráðs og samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra.


8 Hverfisnefnd í Giljahverfi - fundargerð dags. 25. febrúar 2003
2003010102
Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.


9 Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir
2003010094
Lagðar fram fundargerðir hverfisnefndar Oddeyrar dags. 28. janúar, 18. febrúar og 8. mars 2003.
Lagt fram til kynningar.


10 Svæðisvinnumiðlun - átaksverkefni
2003030046
Erindi dags. 3. mars 2003 frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra þar sem kynnt eru sérstök verkefni á vegum svæðisvinnumiðlana. Einnig lagðar fram "Reglur um úthlutun úr Atvinnuleysistryggingasjóði."
Lagt fram til kynningar.


11 Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2003
2003030057
Erindi dags. 7. mars 2003 frá Minjasafninu á Akureyri þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 18. mars nk. í sal Zontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54, kl. 20:00. Ársreikningur Minjasafnsins 2002 lagður fram ásamt drögum að starfsáætlun ársins 2004.
Bæjarráð felur Sigrúnu Björk Jakobsdóttur formanni menningarmálanefndar að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Fulltrúum í menningarmálanefnd og bæjarfulltrúum er jafnframt gefinn kostur á að sækja fundinn.


12 Markaðsskrifstofa Norðurlands
2003010136
Kjartan Lárusson mætti á fund bæjarráðs og kynnti undirbúning að stofnun Markaðsskrifstofu Norðurlands.
Lagt fram minnisblað frá Jóni Birgi Guðmundssyni dags. 13. mars 2003 um hugsanlega aðkomu Akureyrarbæjar að Markaðsskrifstofu Norðurlands.13 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - hluthafafundur
2003010013
Umræður um málefni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og lögð fram vinnugögn varðandi hluthafafund félagsins 14. mars nk.14 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-042, en synjar umsóknum nr. 03-039 og 03-043.


15 Flóttamenn - móttaka
2002120001
Lagður fram samningur dags. 12. mars 2003 milli Akureyrarbæjar og Félagsmálaráðuneytisins varðandi móttöku flóttamanna.
Bæjarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur.

Fundi slitið.