Bæjarráð

4282. fundur 04. september 2003

2936 fundur
04.09.2003 kl. 09:00 - 11:31
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar
2003040030
Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2003 og rætt um stöðu fjárhagsáætlunargerðar 2004.
Jón Bragi Gunnarsson deildarstjóri hagdeildar mætti á fundinn undir þessum lið og einnig Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri KOMA.2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir nr. 03-016 og 03-019 verði seldar á frjálsum markaði.


3 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Snægil 10-202.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


4 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Endurupptaka umsóknar nr. 03-147. Bæjarráð samþykkir umsóknina.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-150 og nr. 03-151.5 Aukin heimild til ráðstöfunar viðbótarlána 2003 - umsókn
2002090055
Umsókn um aukna heimild til ráðstöfunar viðbótarlána 2003.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra þess efnis, að sækja um heimild til Íbúðalánasjóðs til aukinnar ráðstöfunar viðbótarlána að upphæð 50 milljónir króna á árinu 2003.


6 Flugkaffi - áfengisveitingaleyfi
2003080065
Með bréfi dags. 26. ágúst 2003 sækir Baldvin Halldór Sigurðsson, kt. 260553-5999, f.h. Jöklu ehf., kt. 610803-2880, um leyfi til áfengisveitinga á veitingastofunni Flugkaffi, Akureyrarflugvelli.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2003
2003050046
Yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - júlí 2003.
Lagt fram til kynningar.

Þegar hér var komið vék Þórarinn B. Jónsson af fundi kl. 11.10.


8 Reglur um þátttöku Akureyrarbæjar við uppgröft og fyllingar á lóðum með mikið jarðvegsdýpi í þegar byggðum og grónum hverfum
2003070059
Tekin fyrir að nýju tillaga sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og bæjarlögmanns að reglum um þátttöku Akureyrarbæjar í uppgreftri og fyllingu lóða þar sem jarðvegsdýpi er mikið, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 28. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


9 Vistunarmál á Hlíð
2003090022
Oddur Helgi Halldórsson lagði fram erindi dags. 2. september 2003 frá Steinunni Einarsdóttur varðandi vistunarmál á Hlíð.
Erindinu vísað til félagsmálaráðs.

Fundi slitið.