Bæjarráð

3784. fundur 27. febrúar 2003

2916. fundur
27.02.2003 kl. 09:00 - 12:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Fimleikaráð Akureyrar - húsnæðismál
2002110082
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 24. febrúar 2003 þar sem óskað var upplýsinga um aðgerðir í húsnæðismálum fyrir fimleikafólk á Akureyri.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs.


2 Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki
2003010019
4. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dags. 24. febrúar 2003. Lagðar fram "Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki" með breytingum sem gerðar voru með hliðsjón af athugasemdum sem komu fram í bæjarráði 20. febrúar 2003.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.


3 Háskólinn á Akureyri - listnám
2003020105
Erindi dags. 17. febrúar 2003 frá deildarforseta kennaradeildar Háskólans á Akureyri þar sem upplýst er um undirbúning listnáms við Háskólann á Akureyri.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.


4 Göng undir Vaðlaheiði
2000050049
Erindi dags. 20. febrúar 2003 frá Eyþingi þar sem boðað er til stofnfundar undirbúningsfélags um Vaðlaheiðargöng þann 28. febrúar nk. kl. 14.30 í Valsárskóla á Svalbarðsströnd.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar til bókunar í 3. lið í fundargerð bæjarráðs 23. janúar sl.


5 Skinnaiðnaður Akureyri ehf. - aðalfundur
2003020131
Lagt fram aðalfundarboð Skinnaiðnaðar Akureyri ehf. sem haldinn verður þann 4. mars 2003
kl. 15.15 í húsakynnum félagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


6 Urðargil - byggingarleyfi og lóðagjöld
2003020122
Erindi dags. 24. febrúar 2003 frá Eyco ehf. þar sem óskað er niðurfellingar á lóðagjöldum, vöxtum og ýmsum kostnaði sem hlotist hefur vegna erfiðleika á sölu parhúsa á lóðunum Urðargili 30-32 og 34-36. Einnig er óskað viðræðna vegna lóðarinnar Urðargil 1-3.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.


7 Northern Forum - ársfundur, apríl 2003
2003010147
Lögð fram tilkynning um ársfund Northern Forum í St. Pétursborg í Rússlandi dagana 22.- 25. apríl 2003.
Jón Haukur Ingimundarson sérfræðingur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna um þátttöku fulltrúa Akureyrarbæjar á ársfundinn.


8 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-036 og 03-037.


9 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðir nr. 03-003 og 03-004 verði seldar á frjálsum markaði.


10 Leiguíbúð - kaup
2003020133
Lögð fram ósk um heimild til kaupa á leiguíbúð.
Bæjarráð samþykkir tillögu húsnæðisdeildar um kaup og fjármögnun á leiguíbúð.


11 Starfsáætlanir 2003 - endurskoðaðar
2003020094
Fram voru lagðar endurskoðaðar starfsáætlanir nefnda og sviða.
Bæjarráð vísar starfsáætlununum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


12 Menningarhús á Akureyri
1999110102
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í viðræðum Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins.


Þegar hér var komið vék Oddur Helgi Halldórsson af fundi kl. 10.55.


13 Heilbrigðisráðuneytið - samningur 2003-2006
2003020051
Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um fyrirkomulag heilsugæslu- og öldrunarþjónustu í Akureyrarumdæmi ásamt drögum að rammasamkomulagi sömu aðila um byggingu 60 hjúkrunarrýma við öldrunarstofnanir Akureyrarbæjar.
Samningar verða undirritaðir í dag kl. 15.00.


14 Leikfélag Akureyrar - málefni félagsins
2002100125
Áður en málið var tekið á dagskrá vék Valgerður H. Bjarnadóttir sæti sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og sat fundinn undir þessum lið sem formaður Leikfélags Akureyrar og skýrði stöðu og framtíðarhorfur Leikfélags Akureyrar.
Valgerður vék af fundi áður en almennar umræður hófust.

Fundi slitið.