Bæjarráð

3771. fundur 20. febrúar 2003

 

Bæjarráð - Fundargerð

2915. fundur
20.02.2003 kl. 09:00 - 12:08
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á orkusviði, 463. mál
2003020032
Erindi dags. 5. febrúar 2003 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á orkusviði, 463. mál.
Lögð var fram umsögn Norðurorku hf. dags. 18. febrúar 2003 um frumvarp til raforkulaga og frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum á orkusviði, 462. og 463. mál.
Engar athugasemdir eru gerðar við fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum á orkusviði, 463. mál.

2 Frumvarp til raforkulaga, 462. mál - heildarlög
2003020031
Erindi dags. 5. febrúar 2003 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til raforkulaga, 462. mál, heildarlög, EES-reglur.
Lögð var fram umsögn Norðurorku hf. dags. 18. febrúar 2003 um frumvarp til raforkulaga og frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum á orkusviði, 462. og 463. mál.
Bæjarráð vísar til framlagðra athugasemda Norðurorku hf. dags. 18. febrúar 2003 varðandi frumvarp til raforkulaga, 462. mál.

3 Bitra ehf., vegna Græna hattsins - veitingaleyfi
2003020078
Erindi dags. 12. febrúar 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hauks Tryggvasonar, kt. 030855-7799, f.h. Bitru ehf., kt. 520698-2059, um leyfi til að reka veitingasal að Hafnarstræti 96, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka veitingasal að Hafnarstræti 96 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.

4 Græni hatturinn - áfengisveitingaleyfi
2003020077
Með bréfi dags. 13. febrúar 2003 sækir Haukur Tryggvason, kt. 050855-7799, f.h. Bitru ehf.,
kt. 520698-2059, um áfengisveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Græna hattinn, Hafnarstræti 96, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að áfengisveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Græna hattinn, Hafnarstræti 96 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.

5 Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki
2003010019
Lagðar fram að nýju "Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki" sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á þann 9. janúar sl.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar atvinnumálanefndar.

6 Menningarhús á Akureyri
1999110102
Bæjarstjóri lagði fram minnisblað dags. 20. febrúar 2003 og gerði grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðsins.

7 Þjónustusamningur um heilsugæslu- og öldrunarþjónustu - drög
2003020051
Formaður bæjarráðs kynnti drög að þjónustusamningi Akureyrarbæjar og Heilbrigðisráðuneytis um rekstur heilsugæslustöðvar og öldrunarmál á Akureyri. Einnig gerði hann grein fyrir drögum að rammasamningi sömu aðila um viðbyggingu við Dvalarheimilið Hlíð sem rúma myndi 60 hjúkrunarrými fyrir aldraða.

8 Flóttamenn - móttaka
2002120001
Sviðsstjóri félagssviðs kynnti verkefnið og kostnaðaráætlun vegna þess.

9 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð synjar umsóknum nr. 03-030 og 03-033.

10 Starfsáætlanir 2003 - endurskoðaðar
2003020094
Fram voru lagðar endurskoðaðar starfsáætlanir nefnda og sviða.

11 Atvinnuleysi og áhrif þess á ungt fólk
2003020101
Á fundi bæjarstjórnar 18. febrúar sl., við afgreiðslu á 1. lið í fundargerð atvinnumálanefndar dags. 10. febrúar sl., kom fram tillaga frá bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur ásamt greinargerð. Tillagan er svohljóðandi:
"Skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um aðgerðir til að sporna við áhrifum atvinnuleysis á ungt fólk og jafnframt auka möguleika þessa hóps á að mæta kröfum atvinnulífsins. Starfshópurinn leiti eftir samstarfi við stofnanir og fyrirtæki innan og utan bæjarkerfisins í þeim tilgangi að ná fram samstarfi þessara aðila um mótun og framkvæmd nýrra verkefna. Bæjarráð skipi starfshópinn, setji honum erindisbréf og ákvarði fjárveitingu til verkefnisins."
Bæjarstjórn vísaði tillögunni til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar tillögunni til atvinnumálanefndar.


Fundi slitið.