Bæjarráð

3748. fundur 13. febrúar 2003

2914. fundur
13.02.2003 kl. 09:00 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson, varaáheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Grenivellir - umferðarmál
2003020053
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. febrúar 2003 varðandi umferðarmál við Grenivelli og Hjalteyrargötu.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs til afgreiðslu.


2 Iðavöllur - sorplosun
2003020055
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. febrúar 2003 varðandi sorplosun við leikskólann Iðavöll.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra félagssviðs til afgreiðslu.


3 Síðuskóli - íþróttahús, áhorfendasvæði
2003020054
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. febrúar 2003 varðandi áhorfendasvæði í íþróttahúsinu við Síðuskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar eftirfarandi bókunar:
Ég hef einnig áhyggjur af stærð hússins og óttast að skammsýni við stærðarákvörðun eigi eftir að koma niður á notkun hússins í framtíðinni.4 Innheimtuaðferðir - kvörtun
2003020057
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. febrúar 2003 varðandi innheimtuaðferðir Akureyrarbæjar.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fjármálasviðs til afgreiðslu.


5 Síðuskóli - lýsing útivistarsvæðis
2003010035
5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. febrúar 2003 varðandi útivistarsvæðið við Síðuskóla.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til afgreiðslu.


6 Styrkur Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri 2001-2002
2001020122
Erindi dags. 3. febrúar 2003 frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri, skýrsla stjórnar um styrkveitingar á árinu 2002.
Lagt fram til kynningar.


7 Hesjuvellir - gönguskíðabraut
2003020043
Erindi dags. 7. febrúar 2003 frá Sigríði Höskuldsdóttur eiganda Hesjuvalla þar sem hún fer fram á viðræður við Akureyrarbæ vegna gönguskíðabrautar sem lögð hefur verið á landi Hesjuvalla. Óskað er eftir greiðslu fyrir afnot af landinu.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu.


8 Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 422. mál
2003020006
Erindi dags. 31. janúar 2003 frá félagsmálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 422. mál.
Bæjarlögmaður lagði fram tillögu að umsögn.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarlögmanns sem umsögn Akureyrarbæjar.


9 Reglur um innkaup á stofnbúnaði
2002110110
Tekinn fyrir að nýju 2. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 13. desember 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 21. janúar sl. og bæjarráð frestaði afgreiðslu á 6. febrúar sl. Um er að ræða "Reglur um innkaup á stofnbúnaði hjá Akureyrarbæ" samþykktar á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 13. desember sl.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.


10 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Fögrusíðu 9c, Akureyri.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


11 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-026, 03-027 og 03-028.


12 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-002 verði seld á frjálsum markaði.


13 Launamunur kynjanna
2000020014
Fyrirspurn frá Valgerði H. Bjarnadóttur bæjarfulltrúa frá fundi bæjarráðs þann 6. febrúar sl.
Bæjarstjóri lagði fram greinargerð dags. 13. febrúar 2003 sem svar við fyrirspurninni.


14 Önnur mál
1. Fyrirspurn frá Jóni Erlendssyni svohljóðandi:
a) Vegna Menningarhúss:
Hver er stefna meirihlutans gagnvart þeirri hugmynd sem fram hefur komið um að byggt verði fyrirlestra- og ráðstefnuhús fyrir Háskólann á Akureyri á Sólborgarsvæðinu, sem jafnframt gæti nýst sem tónleikasalur fyrir bæjarbúa?
Hvar og hvenær yrði byggt yfir starfsemi Leikfélags Akureyrar í því tilfelli?
b) Vegna málefna aldraðra:
Hverjar eru ástæður þess að ekki hafa enn náðst samningar við ríkið um byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða?

2. Fyrirspurn frá Oktavíu Jóhannesdóttur svohljóðandi:
Hver er staðan í samningaviðræðum Akureyrarbæjar og Heilbrigðisráðuneytis um öldrunarmál og heilsugæslu?

Fundi slitið.