Bæjarráð

3731. fundur 06. febrúar 2003

2913. fundur
06.02.2003 kl. 09:00 - 11:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Slökkvilið - ráðning slökkviliðsstjóra
2003010111
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. janúar sl. þar sem einn umsækjenda um stöðuna mætti og ræddi ráðninguna og greindi frá því að hann hefði formlega óskað eftir rökstuðningi fyrir henni.
Bæjarverkfræðingur hefur sent umbeðinn rökstuðning.


2 Tómstundir og afþreying - aðstaða fyrir unglinga 14-18 ára
2003010132
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. janúar sl. varðandi tómstunda- og afþreyingaraðstöðu fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs.


3 Slökkvilið - ráðning slökkviliðsstjóra
2003010111
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. janúar sl. þar sem einn umsækjenda um stöðuna mætti og ræddi ráðninguna og greindi frá því að hann hefði formlega óskað eftir rökstuðningi fyrir henni.
Bæjarverkfræðingur hefur sent umbeðinn rökstuðning.


4 Reglur um innkaup á stofnbúnaði
2002110110
2. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 13. desember 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 21. janúar sl. Um er að ræða "Reglur um innkaup á stofnbúnaði hjá Akureyrarbæ" samþykktar á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar þann 13. desember sl.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


5 Umhverfisvæn innkaup og útboð
2002120094
3. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 19. desember 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum þann 21. janúar sl.
Bæjarráð felur innkaupastjóra og verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 að taka saman greinargerð um málið og leggja fyrir bæjarráð.


6 Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra - fundargerð dags. 13. janúar 2003
2003010126
Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.


7 Kjarasamningur við Útgarð, félag háskólamanna
2003020007
Erindi dags. 31. janúar 2003 frá Útgarði, félagi háskólamanna, þar sem óskað er eftir viðræðum um gerð kjarasamniga við Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur Launanefnd sveitarfélaga umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd Akureyrarbæjar við Útgarð, félag háskólamanna.


8 Karlakór Akureyrar-Geysir - leyfi til reksturs einkasalar
2003010124
Erindi dags. 24. janúar 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Kristinssonar, kt. 110845-4489, f.h. Karlakórs Akureyrar-Geysis, kt. 570169-4599, um leyfi til að reka einkasal að Hrísalundi 1a, Akureyri. Um endurnýjun er að ræða.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs einkasalar að Hrísalundi 1a verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Bautinn hf. - veitingaleyfi
2003010121
Erindi dags. 24. janúar 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Gunnlaugssonar, kt. 170345-2909, f.h. Bautans hf., kt. 540471-0379, um leyfi til að reka veitingahús að Hafnarstræti 92, Akureyri. Um endurnýjun er að ræða.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingahúss að Hafnarstræti 92 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 M hótel ehf. - gisti- og veitingaleyfi
2003010089
Erindi dags. 20. janúar 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Matthíasar Eiríkssonar, kt. 230179-4929, f.h. M hótels ehf., kt. 540802-2030, um leyfi til að reka hótel að Hafnarstræti 67, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs hótels að Hafnarstræti 67 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


11 Brekkusíða 6 - tjón við grunngröft
2003010025
Erindi dags. 6. janúar 2003 frá Sveini Guðnasyni þar sem hann óskar eftir aðstoð vegna tjóns við grunngröft.
Einnig lagt fram minnisblað dags. 3. febrúar sl. frá bæjarlögmanni.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara erindinu á grundvelli minnisblaðsins.


12 Dettifossvegur
2003010054
Lögð fram tvö erindi varðandi Dettifossveg, annars vegar frá Öxarfjarðarhreppi dags. 31. janúar 2003 og hins vegar frá Kelduneshreppi dags. 30. janúar 2003.
Lagt fram til kynningar.


13 Northern Periphery
2002040056
Sviðsstjóri þjónustusviðs gerði grein fyrir fundi í Sollefteå í Svíþjóð varðandi samstarf fjögurra sveitarfélaga um umsókn um verkefnastyrk til Evrópuáætlunarinnar Northern Periphery Programme.
Bæjarrráð felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnu málsins.


14 Reglur Akureyrarbæjar um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja - drög
2001050124
Lögð fram drög að reglum Akureyrarbæjar um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja.
Bæjarráð staðfestir reglurnar fyrir sitt leyti og felur fjármálastjóra að leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins og annarra þeirra er málið varðar.


15 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga
2002090034
Lagt fram erindi frá Dalvíkurbyggð dags. 1. febrúar 2003 þar sem tilkynnt er að á fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar 14. janúar sl. var bæjarstjóra falið að taka þátt í undirbúningsvinnu varðandi viðræður um sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Lagt fram til kynningar.


16 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Vestursíðu 34 - íbúð 302, Akureyri.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


17 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-020, 03-021, 03-022 og 03-025.


18 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að breytingum á fyrri samþykktum bæjarráðs varðandi ráðstöfun innleystra félagslegra eignaríbúða svohljóðandi:
- íbúðum nr. 02-026 og nr. 02-032 sem samþykkt var að selja á frjálsum markaði verði breytt í leiguíbúðir með yfirtöku áhvílandi lána á 2,4% vöxtum
- íbúð nr. 02-038 sem samþykkt var að selja á frjálsum markaði verði breytt í leiguíbúð með lántöku á 3,5% vöxtum.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.


19 Önnur mál
Valgerður H. Bjarnadóttir bar fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hvernig stendur áætlun um leiðréttingu á launamismunun kynjanna hjá Akureyrarbæ? Hvaða þættir eru komnir í framkvæmd?
Bæjarstjóri mun svara fyrirspurninni.

Fundi slitið.