Bæjarráð

3701. fundur 23. janúar 2003

2912. fundur
23.01.2003 kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 6. janúar 2003
2003010023
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.


2 Eyþing - fundargerð dags. 10. janúar 2003
2003010005
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.


3 Göng undir Vaðlaheiði
2000050049
Erindi dags. 16. janúar 2003 frá Eyþingi þar sem kynnt er skýrsla nefndar um Vaðlaheiðargöng og óskað eftir að bæjarráð taki afstöðu til stofnunar undirbúningsfélags með aðild allra sveitarfélaga á svæðinu og nokkurra lykilfyrirtækja.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum þann 5. mars 2002 að Akureyrarbær skyldi beita sér fyrir stofnun undirbúningsfélags sem kanna skyldi til hlítar alla möguleika á að ráðast í gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.
Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar samþykkir bæjarráð aðild Akureyrarbæjar að stofnun undirbúningsfélags sem stjórn Eyþings hyggst gangast fyrir og felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á stofnfundi þess. Umboð bæjarstjóra felur í sér heimild til að skrá Akureyrarbæ fyrir hlutafé í félaginu.

Þegar hér var komið mætti Oddur Helgi Halldórsson til fundarins.

4 Nýbyggingar við Gróðrarstöðina í Kjarna - byggingar- og gatnagerðargjöld
2002080003
Tekinn fyrir að nýju 6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. desember 2002 þar sem lagt er til við bæjarráð, á grundvelli 3. liðar 8. gr. í gjaldskrá um gatnagerðargjöld á Akureyri, að gatnagerðargjald fyrir dúkhús í gróðrarstöðinni í Kjarna verði 1% af byggingarkostnaði pr. fermetra vísitöluhúss.
Lagt fram minnisblað dags. 22. janúar 2003 frá bæjarstjóra og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs frágang málsins á grundvelli minnisblaðsins.


5 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga - undirbúningsvinna
2002090034
Erindi dags. 13. janúar 2003 frá bæjarráði Ólafsfjarðarbæjar þar sem ítrekuð er afstaða þess um mikilvægi aukinnar samvinnu sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Lagt fram til kynningar,


6 Landsvirkjun - stýring áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs
2003010074
Erindi dags. 15. janúar 2003 frá forstjóra Landsvirkjunar varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni Landsvirkjunar.


7 Nýsköpunarsjóður námsmanna 2002-2003
2002110025
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 30. október 2002 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna varðandi starfsemi sjóðsins sumarið 2002 og umsókn um áframhaldandi styrk.
Bæjarráð samþykkir styrk til sjóðsins að upphæð kr. 250.000.


8 Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri 2003-2004
2002110099
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 25. nóvember 2002 frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri þar sem farið er fram á áframhaldandi styrk frá Akureyrarbæ til að standa straum af litlum og meðalstórum umsóknum háskólasamfélagsins, sem annars hefðu borist til Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að gera 2ja ára samning við Háskólann á Akureyri vegna Verkefnasjóðs að upphæð kr. 2,6 millj. kr.


9 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-009, 03-011, 03-014, 03-015, 03-016 og 03-018.


10 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúðum nr. 02-039 og 03-001 verði breytt í leiguíbúðir með yfirtöku áhvílandi lána.

Fundi slitið.