Bæjarráð

4327. fundur 18. september 2003

2938. fundur
18.09.2003 kl. 09:00 - 11:38
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 8. september 2003
2003010126
Fundargerðin er í 7 liðum
og er lögð fram til kynningar.


2 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 03-156, 03-157, 03-160 og 03-163.


3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-020 verði seld á almennum markaði.


4 Krossgötur - styrkbeiðni vegna stækkunar á endurhæfingarheimili
2003090052
Erindi dags. 29. ágúst 2003 frá Krossgötum, vörn gegn vímu, þar sem sótt er um styrk vegna stækkunar á enduhæfingarheimili.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5 "Heiðursborgarinn" - listaverk boðið til kaups
2003090053
Erindi dags. 11. september 2003 frá Snorra Ásmundssyni þar sem hann býður Akureyrarbæ verkið "Heiðursborgarinn" til kaups.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


6 Myndlistaskólinn á Akureyri - framlenging samnings
2003090058
Erindi dags. 11. september 2003 frá Helga Vilberg skólastjóra Myndlistaskólans á Akureyri þar sem hann fer fram á að samningur við Akureyrarbæ dags. 30. janúar 2002 verði framlengdur til 31. júlí 2005.
Bæjarráð felur Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarfulltrúa og Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að eiga viðræður við bréfritara.


7 Melateigur 1-41 - skipulag
2001050145
Lögð fram drög að greinargerð bæjarlögmanns og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs
dags. 17. september 2003.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


8 Önnur mál
Oktavía Jóhannesdóttir spurðist fyrir um kostnað við gatnagerð í Bjarkarlundi.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs upplýsti að kostnaður næmi kr. 35,7 millj. kr., áætlaður kostnaður var 22,7 millj. kr.

Fundi slitið.