Bæjarráð

3682. fundur 16. janúar 2003

2911. fundur
16.01.2003 kl. 09:00 - 12:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Húsaleigubætur - athugasemdir
2003010051
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. janúar 2003.
Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni vegna kvörtunar um höfnun húsaleigubóta.
Bæjarráð telur að rétt hafi verið staðið að ákvörðun um höfnun bótanna með vísan til 1. tl. 6. gr. laga um húsaleigubætur nr. 138/1997. Bæjarlögmanni er falið að svara erindinu.


2 Strætisvagnar Akureyrar - athugasemdir við akstursáætlanir
2002100115
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. janúar 2003 varðandi akstursáætlanir SVA.
Bæjarráð bendir á að væntanlegar eru tillögur starfshóps sem vinnur að endurskoðun á fyrirkomulagi almenningssamgangna og vísar erindinu til starfshópsins.


3 Hverfisnefnd - Síðuhverfi
2003010053
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. janúar 2003 þar sem m.a. er lýst yfir áhuga á stofnun hverfisnefndar í Síðuhverfi.
Bæjarráð fagnar þeim áhuga sem lýst er yfir varðandi stofnun hverfisnefndar og samþykkir að næsta hverfisnefnd verði stofnuð í Síðuhverfi og felur sviðsstjóra þjónustusviðs að koma stofnun nefndarinnar í framkvæmd.


4 Útboðsferli - athugasemdir
2003010055
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. janúar 2003 þar sem gerðar eru athugasemdir við útboðsferli.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs til afgreiðslu.


5 Vistun aldraðra
2002070029
5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. janúar 2003.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.


6 Forgangsröðun barna í leikskóla Akureyrarbæjar
2002010031
4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 13. janúar 2003.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


7 Kárahnjúkavirkjun - eigendaábyrgð
2002090035
Erindi dags. 10. janúar 2003 frá Landsvirkjun þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Akureyrar staðfesti að eigendaábyrgð verði veitt vegna fjármögnunar Kárahnjúkavirkjunar fyrir næstu mánaðamót.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði eigendaábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjunar í samræmi við eigendasamkomulag og lög um Landsvirkjun.
Valgerður H. Bjarnadóttir óskaði eftirfarandi bókunar:
Vinstrihreyfingin grænt framboð er andvíg fyrirhugaðri stórvirkjun við Kárahnjúka. Annars vegar er um að ræða stórfelld óafturkræf náttúruspjöll og hins vegar virðist ekki hafa verið hugað að varhugaverðum efnahagslegum áhrifum. Auk þessa er um að ræða fjárhagslega áhættu fyrir Akureyrarbæ, sem er bæði allt of mikil og ekki í verkahring Akureyrarbæjar að taka á sig slíkar fjárhagslegar skuldbindingar vegna framkvæmda á landsvísu.8 Ós ehf. - veitingaleyfi
2003010050
Erindi dags. 10. janúar 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurðar Einarssonar, kt. 210444-2629, f.h. Óss ehf., kt. 420190-2209, um leyfi til reksturs skemmtistaðar að Strandgötu 49, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs skemmtistaðar að Strandgötu 49 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Verkmenntaskólinn á Akureyri - leyfi til útleigu á sal
2002120106
Erindi dags. 19. desember 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, til útleigu á einkasal til funda og borðhalds.
Meiri hluti bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfi til útleigu á einkasal í VMA verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann er andvígur umsögn bæjarráðs.10 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-003.


11 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lögð fram kauptilboð í Snægil 8 og Vestursíðu 24 - 201.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


12 Vegamál við Jökulsá á Fjöllum
2003010054
Lagðar fram niðurstöður samráðshóps um vegamál við Jökulsá á Fjöllum dags. 12. desember 2002 til vegamálastjóra.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með niðurstöður starfshóps um vegamál við Jökulsá á Fjöllum og telur mikilvægt að sem fyrst verði teknar ákvarðanir um framkvæmdir á grundvelli tillagna hópsins.


13 Lækkun fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega
2003010021
Fjármálastjóri lagði fram tillögu að reglum um afslátt af fasteignagjöldum hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum. Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2003 breytast aldursviðmið ellilífeyrisþega sem lækkunar njóta úr 70 ára og eldri í 67 ára og eldri. Að öðru leyti eru reglurnar sambærilegar við reglur fyrra árs nema viðmiðunarfjárhæðir fasteignaskatts til lækkunar og tekjuviðmið breytast í samræmi við meðalhækkun fasteignagjalda á milli ára og breytingu á neysluverðsvísitölu.
Lagt er til að fasteignaskattur af eigin íbúðum þeirra, sem verða 67 ára og eldri á árinu 2003 verði lækkaður um allt að kr. 21.850 af hverri íbúð sem nýtt er til eigin nota sbr. heimild í 5. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Jafnframt er lagt til að fasteignaskattur af eigin íbúðum örorkulífeyrisþega (75% örorka) verði lækkaður um sömu upphæð hjá:
a) Einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.314.100, afsláttur fellur niður við tekjur að fjárhæð
yfir kr. 1.516.300.
b) Hjónum með tekjur allt að kr. 1.799.300, afsláttur fellur niður við tekjur að fjárhæð
yfir kr. 2.001.500
Bæjarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum.


14 Þriggja ára áætlun 2004 - 2006
2002120049
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar Akureyrarbæjar 2004 - 2006.
Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Jakob Björnsson formaður vék af fundi kl. 11.45 og við stjórn fundarins tók varaformaður Þórarinn B. Jónsson.

Fundi slitið.