Bæjarráð

3627. fundur 09. janúar 2003

2910. fundur
09.01.2003 kl. 09:00 - 12:39
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, varaformaður
Þóra Ákadóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
Í upphafi fundar óskaði Þórarinn B. Jónsson, varaformaður bæjarráðs, bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.
1 Framtíðaráherslur í atvinnumálum Akureyrarbæjar
2002100126
Lögð fram skýrsla starfshóps um aðild Akureyrarbæjar að atvinnumálum, desember 2002.
Bjarni Jónasson formaður starfshópsins og atvinnumálanefndar mætti til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð þakkar starfshópnum gott starf og samþykkir að vinna að breytingum á þátttöku Akureyrarbæjar í atvinnumálum á grundvelli tillagna starfshópsins og felur bæjarstjóra að vinna áfram að framgangi þess.


2 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - breytingar á starfsemi
2003010013
Erindi dags. 2. janúar 2003 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem kynntar eru breytingar á starfsemi félagsins.
Bjarni Jónasson formaður atvinnumálanefndar sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


3 Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki
2003010019
Lagðar fram tillögur dags. 23. desember 2002 til bæjarstjórnar um reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.
Bjarni Jónasson formaður atvinnumálanefndar sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað.


4 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 18. desember 2002
2002020034
Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.


5 Eyþing - fundargerð dags. 4. desember 2002
2002020024
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.


6 Kárahnjúkavirkjun - greinargerð
2002090035
Lögð fram greinargerð til eigenda Landsvirkjunar dags. 7. janúar 2003 um arðsemi og áhættu Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka.
Arnar Árnason endurskoðandi, fulltrúi Akureyrarbæjar í starfshópnum, mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


7 Þriggja ára áætlun 2004 - 2006
2002120049
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar Akureyrarbæjar 2004-2006.8 Nýbyggingar við Gróðrarstöðina í Kjarna - byggingar- og gatnagerðargjöld
2002080003
6. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 19. desember 2002 þar sem lagt er til við bæjarráð, á grundvelli 3. liðar 8.gr. í gjaldskrá um gatnagerðargjöld á Akureyri, að gatnagerðargjald fyrir dúkhús í gróðrarstöðinni í Kjarna verði 1% af byggingarkostnaði pr. fermetra vísitöluhúss.
Einnig lagt fram ódags. bréf frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


9 Café Karólína - leyfi til veitingasölu
2002120107
Erindi dags. 19. desember 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Café Karólínu, kt. 470593-2379, um leyfi til reksturs veitingasölu í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingasölu í Ketilhúsinu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 Lostæti ehf. - leyfi til veitingasölu í Háskólanum á Akureyri og Slippstöðinni
2002120109
Með bréfi dags. 23. desember 2002 óskar Sýslumaðurinn á Akureyri eftir umsögn um umsókn Lostætis ehf., kt. 670697-2239, um leyfi til reksturs veitingasölu í Háskólanum á Akureyri og í Slippstöðinni á Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingasölu í Háskólanum á Akureyri og Slippstöðinni verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


11 Verkmenntaskólinn á Akureyri - leyfi til útleigu á sal
2002120106
Erindi dags. 19. desember 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, til útleigu á einkasal til funda og borðhalds.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


12 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn
2002120096
Erindi dags. 16. desember 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn dagana 15.- 16. og 22.- 23. febrúar nk.
Bæjarfulltrúum er gefinn kostur á að sækja námskeiðið.


13 Stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu - hækkanir á gjöldum
2002120100
Lagt fram til kynningar erindi dags. 19. desember 2002 frá formönnum stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu þar sem skorað er á bæjarstjórn Akureyrar að taka þátt í að tryggja lága verðbólgu og stöðugt efnahagslíf á Íslandi með því að stilla hækkunum á gjöldum í hóf.
Oktavía Jóhannesdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
"Samfylkingin á Akureyri tekur undir sjónarmið stéttarfélaganna og átelur sérstaklega 22,25% meðaltalshækkun á leikskólagjöldum vegna barna einstæðra foreldra og námsfólks."
Oddur Helgi Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun:
"Ég bendi á að a.m.k. 5 af 7 formönnum sem skrifa undir þetta bréf eru áhrifamenn innan Framsóknarflokksins á Akureyri, sem er annar meirihlutaflokkurinn sem stendur að þessum hækkunum.
Formönnunum er bent á að það er kjörin leið að hafa áhrif á þessi mál innan síns flokks."


14 Sameiningar- og samstarfsmál sveitarfélaga
2002090034
Erindi dags. 30. desember 2002 frá bæjarstjóranum á Siglufirði þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarstjórnir Akureyrar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur um sameiningarmál sveitarfélaganna og samstarf þeirra.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.


15 Lækkun fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega
2003010021
Lagðar fram upplýsingar vegna lækkunar á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega.
Lagt fram til kynningar.


16 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2002
2002070034
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar og stofnana janúar - nóvember 2002.


17 Afskriftir krafna
2001050150
Sviðsstjóri fjármálasviðs lagði fram lista yfir afskrifaðar kröfur. Heildarfjárhæð afskrifaðra krafna ásamt áföllnum vöxtum er kr. 16.150.217.
Bæjarráð samþykkir afskriftirnar.


18 Önnur mál
Valgerður H. Bjarnadóttir spurðist fyrir um ráðningu í starf verkefnisstjóra vegna móttöku flóttamanna og hvaða forsendur hefðu legið að baki ráðningunni.
Bæjarstjóri og sviðsstjóri félagssviðs svöruðu fyrirspurninni.

Fundi slitið.