Bæjarráð

4352. fundur 25. september 2003

2939. fundur
25.09.2003 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, varaformaður
Þóra Ákadóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir

Hermann Jón Tómasson, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lögð fram umsókn um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-161.


2 Íbúðalánasjóður - heimild til veitingar viðbótarlána 2004
2003090085
Umsókn til Íbúðalánasjóðs um heimild til veitingar viðbótarlána 2004.
Bæjarráð samþykkir að sækja um 250 millj. kr. lánsheimild.


3 Sala félagslegra íbúða - 2003
2003010047
Lagt fram kauptilboð í Fögrusíðu 3 A.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


4 Búsetumál fatlaðra
2001090058
Erindi dags. 18. september 2003 frá deildarstjóra búsetudeildar þar sem leitað er eftir því að Akureyrarbær byggi tvö sex íbúða hús sem leiguíbúðir sérstaklega ætlaðar fötluðum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2004 og felur fjármálastjóra og sviðsstjóra félagssviðs að annast tillögugerð þar að lútandi.


5 Íbúðalánasjóður -lánveitingar til leiguíbúða 2004
2003090083
Umsókn um lánveitingu til leiguíbúða 2004.
Bæjarráð samþykkir að sækja um lánsheimild til Íbúðalánasjóðs að upphæð 80 millj. kr. vegna leiguíbúða.


6 Útsvar - beiðni um lækkun
2003090072
Fjármálastjóri kynnti erindið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindinu.

Þegar hér var komið mætti Oddur Helgi Halldórsson á fundinn kl. 09.30.

7 Melateigur 1-41 - skipulag
2001050145
Tekin fyrir að nýju greinargerð bæjarlögmanns og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs
dags. 17. september 2003 sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 18. september sl.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu svohljóðandi:
"Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær taki að sér rekstur og viðhald götumannvirkis og opinna svæða í Melateigi, þ.m.t. götulýsingu og holræsakerfi að lóðarmörkum. Um er að ræða þann hluta götunnar þar sem hringakstur fer fram en undanskilin væri akstursleið fyrir framan hús nr. 39 og 41. Þá lýsir bæjarráð sig reiðubúið til að breyta skipulagi innan svæðisins í Melateigi með eftirfarandi hætti:
Hús við Melateig nr. 1-3, 5-7, 9-11, 13-15, 2-8, 17-21 og 23-31 fái hvert sína lóð. Hús við Melateig nr. 33-37 verði á einni lóð svo og hús við Melateig nr. 39-41. Auk þess sem Melateigur 33-41 fái lóð undir bílageymslu sbr. 22. gr. fjöleignahúsalaga nr. 26/1994 og leiksvæði sbr. 65. gr. byggingareglugerðar nr. 441/1998. Komist aðilar að samkomulagi um nýtt fyrirkomulag mun Akureyrarbær gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins.
Þá samþykkir bæjarráð, að Akureyrarbær muni gegn afhendingu sundurliðunar kostnaðar taka afstöðu til þátttöku í lögfræðikostnaði íbúa við Melateig sem fallið hefur til vegna öflunar álits félagsmálaráðuneytisins dags. 22. apríl 2003. Öðrum kröfum íbúa við Melateig er hafnað. Þá samþykkir bæjarráð að Akureyrarbær muni leita samkomulags við íbúa annarra gatna og/eða hverfa þar sem skipulag er sambærilegt, um að taka að sér rekstur og viðhald viðkomandi götumannvirkja."
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu bæjarstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hermann Jón Tómasson óskar bókað, að hann telji þessa tillögu ekki ganga nægilega langt og boðar að lögð verði fram ný tillaga á næsta fundi bæjarstjórnar.8 Eyþing - fundargerðir dags. 11. júlí og 5. september 2003
2003010005
Fundargerðin frá 11. júlí er í 10 liðum og frá 5. september í 8 liðum.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið.