Bæjarráð

4377. fundur 09. október 2003

2941. fundur
09.10.2003 kl. 09:00 - 12:14
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Jón Erlendsson
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Fræðslunefnd - fundargerð dags. 2. október 2003
2. liður: "Samþykkt um styrki til námsleyfa stjórnenda og sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2003."
3. liður: "Nýliðanámskeið - samræmdar reglur."
Sigríður Stefánsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
2. liður: Bæjarráð samþykkir tillögur fræðslunefndar um breytingar á Samþykkt um styrki til námsleyfa stjórnenda og sérmenntaðra starfsmanna.
3. liður: Bæjarráð samþykkir bókun fræðslunefndar um að nýliðanámskeið skuli fara fram á vinnutíma starfsmanna eins og kjarasamningar kveða á um en ella eigi starfsmenn rétt á launum á meðan á námskeiði stendur.2 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 30. september 2003
2003010023
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.
Vegna bókunar í 5. lið fundargerðarinnar um fyrirhuguð kaup á rafrænu miðasölu- og aðgangsstýrikerfi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og þar sem uppi eru hugmyndir af svipuðum toga hjá öðrum stofnunum Akureyrarbæjar felur bæjarráð fjármálastjóra að ræða við framkvæmdastjóra VMÍ í þeim tilgangi að tryggja samræmi í hugsanlegum kaupum slíkra kerfa.


3 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-021 verði seld á almennum markaði.


4 Sjallareitur - uppkaup eigna vegna skipulags
2002120110
Ármann Jóhannesson sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að vinna áfram að málinu.

Þóra Ákadóttir vék af fundi kl. 10.30.

5 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2004
2003040030
Málaflokkur 04 fræðslu- og uppeldismál.
Gunnar Gíslason deildarstjóri skóladeildar og Jón Bragi Gunnarsson deildarstjóri hagdeildar mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir drög að fjárhagsáætlun skóladeildar fyrir árið 2004.


Þórarinn B. Jónsson vék af fundi kl. 11.30.

Fundi slitið.