Bæjarráð

4398. fundur 16. október 2003

2942. fundur
16.10.2003 kl. 09:00 - 11:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:

Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi

Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Sigríður Stefánsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Viðbótarlán - 2003
2003010046
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 03-177, en synjar umsókn nr. 03-176.


2 Innleystar félagslegar íbúðir - 2003
2003010048
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 03-022 verði seld á almennum markaði.


3 Erindisbréf nefnda - bæjarráð
2003080052
Lögð fram drög að nýju erindisbréfi bæjarráðs dags. 14. október 2003.
Afgreiðslu frestað.


4 Globodent
2000050067
Erindi dags. 6. október 2003 frá Geir A. Gunnlaugssyni, stjórnarformanni í Globodent varðandi fjárveitingu úr Framkvæmdasjóði Akureyrar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann greiddi atkvæði gegn erindinu.


5 Veitingaleyfi - Flugkaffi
2003100022
Erindi dags. 8. október 2003 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Baldvins H. Sigurðssonar, kt. 260553-3999, vegna Jöklu ehf., kt. 610803-2880, um leyfi til að reka veitingastofu í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


6 Landsvirkjun - endurskoðun á sameignarsamningi um Landsvirkjun, tilnefning fulltrúa
2000050071
Erindi dags. 5. október 2003 frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni einn fulltrúa til setu í viðræðunefnd vegna endurskoðunar sameignarsamnings um Landsvirkjun.
Bæjarráð tilnefnir Dan Brynjarsson fjármálastjóra sem fulltrúa sinn í viðræðunefndina.


7 Heimildarákvæði 4. og 5. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga
2003020083
Með bréfi dags. 26. september 2003 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli sveitarstjórna á úrskurði félagsmálaráðuneytisins frá 3. júlí sl. varðandi heimildir sveitarstjórna
til lækkunar eða niðurfellingar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum og frá 20. ágúst sl. um tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar af fasteignaskatti.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og fjármálastjóra að endurskoða reglur Akureyrarbæjar um beitingu heimildarákvæðis 4. og 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og leggja tillögur fyrir bæjarráð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.


8 Brandr - NPP verkefni
2003020142
Niðurstaða umsókna um viðbótarfjármagn til verkefnisins og skipun í verkefnisstjórn.
Sigríður Stefánsdóttir gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að vinna við verkefnið verði formlega hafin af hálfu Akureyrarbæjar. Einnig að áfram verði unnið að öflun styrkja til þess. Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri KOMA er skipuð sem fulltrúi Akureyrarbæjar í yfirstjórn verkefnisins.
Þá samþykkir bæjarráð skipun fimm manna verkefnisstjórnar heimafyrir og tilnefnir Sigríði Stefánsdóttur deildarstjóra KOMA, Ragnar Hólm Ragnarsson kynningarfulltrúa og bæjarfulltrúana Sigrúnu B. Jakobsdóttur og Valgerði H. Bjarnadóttur til setu í stjórninni. Þá er óskað eftir því við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar að félagið tilnefni einn fulltrúa í verkefnisstjórnina.9 Önnur mál
a) Oktavía Jóhannesdóttir bar fram fyrirspurnir varðandi ýmis málefni Slökkviliðs Akureyrar.
b) Umræður um staðsetningu lýðheilsustöðvar.

Fundi slitið.