Bæjarráð

3589. fundur 19. desember 2002

2909. fundur
19.12.2002 kl. 09:00 - 12:33
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Kárahnjúkavirkjun
2002090035
Fulltrúar frá Landsvirkjun þeir Friðrik Sophusson forstjóri, Stefán Pétursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Bjarni Bjarnason framkvæmdastjóri orkusviðs mættu á fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun.
Einnig sat fundinn Arnar Árnason endurskoðandi Akureyrarbæjar.
Bæjarráð Akureyrar er samþykkt því að Landsvirkjun hrindi áformum um Kárahnjúkavirkjun í framkvæmd að uppfylltum þeim markmiðum sem fram hafa verið sett af eigendum um arðsemi af starfsemi Landsvirkjunar. Aðkoma eignaraðila verði samkvæmt lögum um Landsvirkjun.


2 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 9. desember 2002
2002020093
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.


3 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 9. desember 2002
2002020034
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.


4 AFS - umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2003
2002120052
Erindi dags. 9. desember 2002 frá framkvæmdastjóra Alþjóðlegrar fræðslu og samskipta (AFS) þar sem sótt er um rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ fyrir árið 2003.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5 Eyþing - samstarf um menningarmál
2002120070
Erindi dags. 11. desember 2002 frá Eyþingi þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa og varafulltrúa í starfshóp til að undirbúa gerð samnings við menntamálaráðuneytið um eflingu menningarstarfs á svæðinu.
Bæjarráð tilnefnir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur sem aðalmann og Valgerði Jónsdóttur sem varamann.


6 Bílstjórafélag Akureyrar - fjöldi leigubifreiða
2002120080
Erindi dags. 16. desember 2002 frá samgönguráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar varðandi ósk Bílstjórafélags Akureyrar um fækkun atvinnuleyfa.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við ósk félagsins.


7 Stofnfundur Norðurorku hf.
2002110044
Lagt fram fundarboð að stofnfundi Norðurorku hf. 27. desember nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


8 Lóðir á Oddeyrartanga
2002080009
Tekið fyrir að nýju erindi Ellenar Sverrisdóttur dags. 11. ágúst 2002 varðandi lóð á Oddeyrartanga.
Minnisblað frá skipulagsdeild dags. 18. desember 2002 lagt fram.
Bæjarráð hafnar erindinu.


9 Ali Sportbar - áfengisveitingaleyfi
2002110043
2. liður í fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 13. nóvember 2002.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að áfengisveitingaleyfi verði veitt Ali Sportbar, Ráðhústorgi 7, að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-178, 02-179 og 02-180.


11 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lagt fram kauptilboð í Tjarnarlund 11f, 3. hæð.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


12 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána - endurskoðun desember 2002
2001040015
Lögð fram endurskoðun á reglum um úthlutun viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglurnar.


13 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2002
2002070034
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar og stofnana janúar - október 2002.

Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið.